Skírnir - 01.01.1975, Page 32
30
ÞORSTEINN GYLFASON
SKIRNIR
milli þeirrar greindar sem vísitalan er til marks um og árangurs í
skólastarfi. Fylgnin ein hrekkur ekki til, hvorki í skólum né hóru-
húsum.
En ef Eysenck er fyllilega ljóst að af fylgni má enga ályktun
draga um orsakatengsl, á hvaða forsendum gæti hann þá reist hug-
myndir sínar um afleiðingar greindar? HvaS er greind, og hvaSa
hlutverki gegnir hún í mannlífinu, innan skóla sem utan? I Ijós kem-
ur aS viS þessum spurningum á Eysenck allmörg svör. ViS höfum
þegar séS aS hann hefur námsárangur til marks um greind. Hann
varpar fram sögulegum tilgátum um þrælaflutninga frá Vestur-
Afríku til Vesturheims og telur ekki fráleitt aS hinir greindari svert-
ingjar hafi veriS gjarnari á aS komast undan þrælaföngurum, auk
þess sem þeir afrísku höfSingjar er seldu þegna sína mansali hafi
fremur selt þá heimskari en haldiS hinum greindari eftir. Og svo
mætti lengi telja.34 Jafnvel þótt þessar kenningar séu ekki teknar
mjög alvarlega - sem er víst eins gott menn geri ekki35 - þá blasir
viS aS hér er næsta fjölþætt greindarhugtak notaS, og þaS óspart.
Og þar sem þetta greindarhugtak er annars vegar hikar Eysenck
ekki viS aS varpa fram orsakaskýringum eins og þeirri aS hand-
samaSur maSur fyrir þrjú hundruS árum hafi af greind sinni séS
undankomuleiS sem aSrir komu ekki auga á, eSa fýst aS komast
undan sem aSrir kærSu sig ekkert um. En um þessar kenningar og
aSrar áþekkar skulum viS ekki skeyta. Þess má þó geta aS sjálfsagt
virSist aS efast um hverja eina þeirra.
En þótt viS vísum öllum spurningum um áhrif greindar frá okk-
ur aS sinni, getum viS spurt næsta mikilvægrar spurningar í ljósi
þess sem áSur er sagt. Hvernig veit Eysenck aS sú greind, sem
metin er meS greindarvísitölu, er sama greindin og hin sem hann
fjallar um í orsakakenningum sínum?
ViS þessari spurningu á Eysenck langt og flókiS svar sem rétt er
aS taka hér upp frá orSi til orSs:
Þegar sálfræSingur tekur aS ræSa greindarpróf má hann búast við að nemend-
ur hans og leikmenn þráspyrji hvernig hann viti að greindarprófin mæli greind.
Önnur algeng andmæli gegn greindarmælingum eru öllu fágaSri: ,Sálfræðingar
virðast líta á greindina sem hlut.‘ Segja má að í síSari andmælunum sé fólgið
svar við hinum fyrri. Sá sem spyr, lítur á greindina sem lilut: hann spyr hvern-
ig við vitum að mælingar okkar samsvari þessum hlut, þessum ytri veruleika.