Skírnir - 01.01.1975, Page 33
SKÍRNIR
ÆTTI SÁLARFRÆÐI AÐ VERA TIL
31
Þetta er vitaskuld fráleit spurning: menn gætu allt eins spurt hvernig við vit-
um að við mælum þyngdaraflið, hita eða hvaða eðlisfræSilegt hugtak sem er.
SvariS er að ákveðin hugtök spretta af rannsóknum okkar á þeim fyrirbærum
sem við höfum áhuga á hverju sinni; mælingarnar eru hundnar skilningi
okkar á fyrirbærunum og fela í sér kenningar okkar um þau. Greind er ekki
,hlutur‘, heldur hugtak - rétt eins og þyngdaraflið er hugtak, eða þá hiti. Og
sú ásökun að sálfræðingum hætti til að hlutgera greind er einfaldlega ekki á
rökum reist, jafnvel þótt hefðbundið orðalag kunni á stundum að gefa annað
til kynna. ÞaS er oft erfitt að umorða einfaldar setningar í því skyni að kom-
ast hjá því að gefa óreyndum lesanda í skyn að greind sé ,hlutur‘. En reyndir
lesendur vita vel nákvæmlega hvernig ber að skilja orð sálfræðinga.
I framhaldi af þessu er eðlilegt að leiðrétta annan misskilning. Hugtök eins
og greind eru skilgreind innan fræðilegs kenningakerfis, og innan kerfisins
eru þau skilgreind í háttarskilgreiningum á grundvelli einhvers konar mælinga.
Þyngdaraflið er hugtak sem við finnum með vissum mælingum innan kerfis
sem tekur til fallandi epla og reikistjarna á brautum sínum: þetta er háttar-
skilgreining þess. Hið sama er að segja um greind, og hið gamalkunna svar
,Greind er það sem greindarpróf mæla' er hvorki tilraun til að hliðra sér hjá
spurningunni né heldur klifun. Spurningunni ,HvaS er rafmagn?‘ má líka
svara með því að telja upp tilraunirnar sem við gerum er við mælum rafmagn.
Rafmagn er það sem hitar vír er það fer eftir honum; það sem snýr segulnál
þegar það fer yfir hana; það sem segulmagnar járnbút þegar það fer kringum
hann. Aratugum eftir afrek Faradays og stærðfræðiiðkanir Maxwells höfum
við í höndunum kenningu sem eins víst er að komist nær því sem spyrjandinn
ætlaðist til en háttarskilgreiningarnar. En ég efast um að Faraday, Ampére
og Ohm hefðu getað veitt honum annað svar en það að rafmagn sé það sem
rafmælingar mæla.36
I þessum tveimur málsgreinum játast Eysenck þeirri háttvísi
Bridgmans sem gagnrýnd var liér að framan: greind er ekki annaS
en niðurstöður greindarmælinga. Er engin ástæða til að fara nú
frekari orðum um þá kenningu. Jafnframt er í þessum málsgreinum
að finna eina svar Eysencks við þeirri gagnrýni sem reynt hefur ver-
ið að reifa hér að framan. Samkvæmt hinu háttvísa svari er gagn-
rýnin grundvölluð á þeim fráleita misskilningi að greind sé einhvers
konar hlutur.
Nú má að vísu segja það fráleitan misskilning að telja mannlega
greind einhvers konar hlut: til að mynda hlut sem skurðlæknar megi
búast við að geta skorið burt og sett í glas einhvern tíma í framtíð-
inni ekki síður en botnlangann núna. Og slíkur misskilningur, eða
alla vega sambærilegur, er ekki eins sjaldgæfur og menn skyldu
halda, svo sem ráða má af Mannlegri greind Matthíasar Jónassonar