Skírnir - 01.01.1975, Page 34
32
ÞORSTEINN GYLFASON
SKÍRNIR
þar sem greindin á til að birtast í gervi hlutar og jafnvel í gervi veru
sem mannsmynd er á:
Greindin er hér skýrgreind út frá atferli hennar. Líku máli gegnir meS greind-
arprófið. Það metur þroska greindar eftir atferli hennar, en nær ekki að meta
greindina sjálfa í innstu verund. Þessi krókaleið veldur ýmsum erfiðleikum
við mælingu greindar og dregur bæði úr nákvæmni hennar og gildi.37
Hér er gerður greinarmunur á ,atferli greindar‘ og ,greindinni í
innstu verund‘. Alla vega við fyrstu sýn virðist eSlilegast aS skilja
þennan greinarmun sama skilningi og hinn sem viS gerum til aS
mynda í tali okkar um mann sem er ósköp erfiSur og eiginlega óþol-
andi, en hezti strákur „í innstu verund“. En þennan síSari greinar-
mun virSist annaS en auSvelt aS yfirfæra á greind hvers okkar,
nema þá viS vörpum fram kenningu um lítinn mann innra meS okk-
ur sem lætur okkur gera allt sem viS gerum greindarlegt, og þá
væntanlega annan lítinn kjána, þriSja dverginn ástsjúkan, aS ó-
gleymdum stjarnfræSingi Helmholtz og málfræSingi Chomskys:
auSvitaS vitum viS ekki hvaS þeir hugsa, þessir karlar.
Þetta spaug kann aS þykja ósanngjarnt. Einhver kann aS láta
hvarfla aS sér aS Matthías hafi í huga sambærilegan greinarmun á
eSli og eiginleikum greindar viS þann sem Kant gerir á hlutunum í
sjálfum sér og hlutunum í reynslu manns. Þetta er náttúrlega mjög
virSulegur greinarmunur, en breytir engu um hluthyggju Matthías-
ar: sú greind sem greinarmunur Kants gæti átt viS um, hlýtur aS
vera einhvers konar hlutur fremur en til dæmis geta eSa hæfileiki
eins og venjuleg greind virSist vera. Þetta er auSráSiS af því aS
nokkru torveldara er aS hugsa sér greinarmun á óþekkj anlegri brot-
hættni „í innstu verund“ og hinni sem er í því einu fólgin aS hætta
til aS brotna en hitt er aS hugsa sér greinarmun á hinu óþekkjanlega
gleri og því gleri sem birtist okkur í skynreynslu.
En raunar er ástæSulaust aS hafa miklar áhyggjur af frumspeki
Matthíasar um greindina: þó ekki væri nema vegna þess aS nokkur
rök hníga aS því aS þessi frumspeki sé ekkert nema orSin tóm. Því
litlu síSar segir hann:
Undirrót ágreiningsins [um gildi greindarprófa] er einkum sú, að mælingin
nær ekki til greindar í innstu verund, heldur dregur um hana ályktanir af
atferlinu. En inn í greindaratferli manna blandast ýmsir þættir aðrir en brjóst-