Skírnir - 01.01.1975, Page 35
SKÍRNIR ÆTTI SÁLARFRÆÐI AÐ VERA TIL 33
vit eða eðlisgreind, og í mælingu reynist torvelt að greina þar á milli. (Aherzl-
ur mínar, ÞG.)38
Að því er bezt verður séð er hér komið áþekkum orðum og fyrr að
gerólíkri hugsun þeirri sem helzt virtist mega ráða af fyrri ívitnun-
inni í bók Matthíasar.
Ég hef nú vísað á hug þremur hluthyggjukenningum um greind:
þeirri að greind sé eins konar hotnlangi í heilanum, þeirri að hún sé
dvergur innan í okkur og loks þeirri að hún sé ,hlutur í sj álfum sér‘
í skilningi Kants. Um þessar kenningar skiptir okkur mestu að eng-
in þeirra virðist eiga hið minnsta skylt við gagnrýnina á Eysenck.
Né heldur virðist vera minnsta ástæða til að ætla hughyggju Ey-
sencks um greind vera eina kostinn sem völ er á að hluthyggju
slepptri: alla vega eiguin við hægt með að hafna þessum þremur
kenningum án þess að grípa til þeirra raka að greind sé aðeins hug-
tak eða hugsmíð: „Greind er ekki ,hlutur‘, heldur hugtak - rétt eins
og þyngdaraflið er hugtak, eða þá hiti.“ Sem er kannski eins gott,
því þessi hughyggjukenning Eysencks virðist óneitanlega vera álíka
fráleit og hin frumstæðasta hluthyggja. Hitamælar mæla ekki hug-
tak, heldur hita. Það er ekki hugtak sem hækkar kvikasilfurssúluna í
mælinum, heldur hiti. Og svo mætti lengi telja hughyggju Eysencks
til háðungar.
Sanngjarnt er að ætla að hughyggja Eysencks sé sprottin af dýpri
rótum en hugtakaruglingi af frumstæðasta tæi á borð við þann að
slá saman hita og hitahugtakinu. Má nú að lokum geta um svolítið
dýpri ruglandi sem virðist gæta í notkun Eysencks á mælingarhug-
takinu.
Eysenck eignar þeim Faraday, Ampére og Ohm þá fráleitu skoð-
un, sem að var vikið í upphafi, að rafmagn sé það sem rafmælingar
mæla og annað ekki. Hefði þetta verið skoðun þeirra þremenning-
anna, og þar með næsta almenn skoðun á öndverðri 19du öld, hefði
Beethoven verið auðsvarað þegar hann lét sig dreyma um að með
rafstraumi mætti ráða bót á heyrnarleysi: það er tómt mál að tala
um, hefðu vinir hans sagt, því slíkur rafstraumur hefur aldrei verið
mældur. En sleppum því: þegar hugað er nánar að orðum Eysencks
kemur í Ijós að hann á til að skilja mælingarhugtakið mun víðari
skilningi. í þeim skilningi verður staðhæfingin ,Rafmagn hitar vír‘
lýsing á niðurstöðu mælingar. ,Mælingin‘ er þá ekki nein mæling
3