Skírnir - 01.01.1975, Page 38
36
ÞORSTEINN GYLFASON
SKIRNIR
efni til atferöis, og eru auðvitað flókin eftir því eins og ráða má af
dæminu um matarvon rottunnar í búri Tolmans. I báðum tilvikum
er það vanskilningur á hversdagslegri orðanotkun sem leiðir á villi-
götur. Og hið sama er vitaskuld að segja um háttvísi Eysencks. Ey-
senck hefur fyrir sér staðtölur um niðurstöður greindarprófa og
skólaprófa. í hversdagslegum skilningi greindarhugtaksins er það
umdeilanleg staðhæfing að greind ráði miklu um námsárangur og
því megi hafa góðar einkunnir til marks um greind, og skynsamleg
rökræða um þessa staðhæfingu krefst meðal annars flókinna raka
um eðli mannlegrar greindar. Eysenck hliðrar sér hjá allri slíkri
rökræðu og flýr á náðir þeirrar háttvísi sem segir honum að greind
sé það sem greindarpróf mæla. Hér hefur hann meðfærilegt fræði-
legt greindarhugtak. En það á lítið og jafnvel ekkert skylt við hið
hversdagslega greindarhugtak sem Eysenck beitir til að mynda í því
skyni að láta í ljósi hleypidóma sína um heimsku svertingja.
En allt eru þetta einungis efasemdir. Að lokum máls míns hlýt ég
að svara þeirri spurningu hvort sálarfræði ætti að vera til á sama
veg og í upphafi: ég veit það ekki. Þar með er ekki sagt að þessi
samsetningur þjóni engum tilgangi, því ef til vill hefur mér lánazt
að vekja einhverjum lesanda mínum hugboð um að hann viti það
ekki heldur.
1 L. S. Hearnshaw: The Comparative Psychology of Mental Development,
London 1966, bls. 12.
2 Sbr. I. S. Cooper: The Victim Is Always the Same, New York 1974. Enn-
fremur P. B. Medawar: „Victims of Psychiatry,“ The New York Review of
Books. XXI, 21-22. - Orðið ‘rígskekkja’ á ég að þakka vini mínum Benedikt
lækni Tómassyni, eins og margt annað.
3 Sbr. P. B. Medawar: „Purther Comments on Psychoanalysis" í The Hope
of Progress, London 1972, 57-68.
4 P. B. Medawar: „Darwin’s Illness" í The Art of the Soluble, Penguin 1969,
71-78.
5 Sbr. t. d. C. E. M. Hansel: ESP - A Scientijic Evalmtion, London 1966.
6 J. J. Gibson: The Senses Considered as Perceptual Systems, Boston 1966,
307.
7 Símon Jóh. Ágústsson: Sálarfrœði, Reykjavík 1967, 44.
8 A. C. Maclntyre: The Unconscious: A Conceptual Study, London 1958, 6.
9 Símon Jóh. Ágústsson: Sálarfrœði, 37.
10 Sbr. William James: The Principles of Psychology I, London 1890, 162-176.
11 Símon Jóh. Ágústsson: Sálarfrœði, 44.