Skírnir - 01.01.1975, Page 40
KRISTJÁN ALBERTSSON
Georg Brandes og Hannes Hafstein
Bréfaskipti
Snemma á ári 1884 fer Hannes Hafstein á fund Georgs Brandes í
Kaupmannahöfn og biður um leyfi til að þýða kafla úr einu af verk-
um hans til birtingar í Heimdalli, nýstofnuðu mánaðarriti ungra
Hafnar-Islendinga. Þýðingin kom í marz-hefti ritsins og jafnframt
grein um Brandes eftir Hannes Hafstein, þar sem meðal annars
kemur fram að hann hefur átt aÖgang að dagbókum Brandes frá
yngri árum.
Brandes var þá liðlega fertugur og fyrir löngu orðinn einn að-
sópsmesti og dáðasti höfðingi í andlegu lífi Norðurlanda. Þrátt fyr-
ir mikinn aldursmun tekst vinátta með honum og hinu tuttugu og
tveggja ára gamla íslenzka skáldi og laganema. Þegar hann seinna
getur fyrstu kynna þeirra í hinni miklu sjálfsæfisögu sinni kallar
hann Hannes Hafstein „en smuk ung Mand med megen Holdning
og betydelig poetisk Evne, der snart vandt sig et Navn som Digter,
senere som Politiker.“ (Levned, III., bls. 63). I kafla sem fjallar
um margskonar mótlæti og árásir, líka af hálfu fornra vina, segir
Brandes: „Meget ofte kom i den Tid Hannes Hafstein til mig; lian
skrev i sit nystiftede islandske Organ en stórre Artikel om mig.“
(Levned, III., bls. 79).
Vart mundi svo háttvís maður sem Hannes Hafstein hafa fariö
svo oft á fund hins eldra, fræga manns án þess að hann hafi bein-
línis hvatt hann til þess - enda auðfundiö að Brandes hefur þótt
vænt um hve tíðar voru heimsóknir síns unga íslenzka vinar. Einar
H. Kvaran, sem þekkti manna bezt til þessarar vináttu, og að
minnsta kosti einu sinni var með Brandes og Hannesi á langri
göngu, átti eftir að skrifa að Brandes hafi þótt óvenjumikið til um
gáfur og glæsimennsku Hannesar Hafsteins „og virtist hugfanginn
af honum“. „Ospart lét hann uppi við Hafstein skoðanir sínar á