Skírnir - 01.01.1975, Blaðsíða 41
SKIRNIR GEORG BRANDES OG HANNES HAFSTEIN
39
mönnum og málefnum. Öll voru þau ummæli skemmtileg, og sum í
meira lagi óvænt .. . Hafstein sagði mér venjulega frá samræSun-
um, þegar hann kom af fundi Brandesar.“ (Grein Einars H. Kvar-
ans: Georg Brandes og Islendingar, tekin upp í bók hans Mannlýs-
ingar.)
Ekki þarf að efa aS skáldiS unga hafi lært og vitkazt viS fótskör
meistarans — en eins víst er hitt, aS í einu tilliti varS Brandes fróS-
ari af viSræSum þeirra. Einar H. Kvaran skrifar: „Brandes spurSi
Hafstein margs af íslandi, og enginn vafi er á því, aS þaS dálæti
sem hann hafSi á íslenzkri þjóS, stafaSi af viSkynningu hans viS
H. H. ÁSur en hann kynntist Hafstein, vissi hann nauSalítiS um ís-
land og Islendinga, en H. H. aS hinu leytinu ávallt ótrauSur aS
halda sinni þjóS fram, hvenær sem hann talaSi viS danska menn.“
Eg hygg mig fara rétt meS þaS, aS ekki verSi séS af neinu sem
Brandes skrifaSi fyrir kynni sín af Hannesi Hafstein, aS hann hafi
þá neitt þekkt aS ráSi til fornbókmennta Islands. VafalítiS hefur
Hannes hvatt hann til aS lesa íslendingasögur. Eftir kynni þeirra
sætir Brandes ósjaldan færi til aS bera hiS fegursta lof á forn-
menntir Islands. Þær verSa í hans augum „aSalshréf“ NorSurlanda
meSal þjóSa Evrópu. „Myndskreyting Njálu er hlutverk sem vorir
fremstu listamenn ættu aS keppast um aS leysa af hendi,“ segir hann
í ræSu fyrir minni íslands. Sagna-bókmenntir íslands segir liann
„hera af öllu því af sama tagi, sem norrænu ríkin hafa framleitt,
bæSi aS siSlegum karlmennskuanda og listrænu gildi. ÞaS er víst,
aS aldrei hafa í Danmörku veriS gerSar j afn-karlmannlegar mann-
lýsingar eins og eru í Njálu; aldrei hefur, þau þúsund ár sem Dan-
mörk hefur veriS viS lýSi, listræn skapferlislýsing náS slíkum hæS-
um og styrkleik sem hér.“
Þessi og fjölmörg önnur hlý og lofleg ummæli Brandes í garS Is-
lands hafa aS því leyti sögulegt gildi, aS þau hafa hlotiS aS glæSa
til mikilla muna danska samúS meS frelsisbaráttu íslendinga - enda
víkur Hannes Hafstein aS því í einu þeirra bréfa sem hér fara á
eftir.
Bréf hans til Brandes hafa áSur veriS prentuS í átta binda útgáfu
af bréfaskiptum bræSranna Edvards og Georgs Brandes viS danska
og útlenda menn. En þaS mikla rit mun í fárra höndum á Islandi,
og því þykir rétt aS þau verSi nú gerS aSgengileg íslenzkum lesend-