Skírnir - 01.01.1975, Page 55
SKÍRNia
GEORG BRANDES OG HANNES HAFSTEIN
53
mig i det udlfíbende Aarhundred, og 0nske Dem godt Helbred og
god Lykke langt ind i det nye Aarhundred.
Hjærtelig Hilsen fra min Hustru og mig til Deres Frue og Datter.
Ærb^digst
Deres hengivne
H. Hafstein.
Hinn 13. nóvember 1903 tilkynnti danska stjórnin að Hannes
Hafstein myndi verða skipaður ráðherra Islands frá 1. febrúar
1904. Daginn eftir að þessi tilkynning birtist í blöðum skrifaði Ge-
org Brandes um Hannes Hafstein í Politiken. Hann segir að enginn
sem hafi kynnzt honum á stúdentsárum hans hafi gleymt honum.
„Hann var fallegur og tígulegur, dulur og vel upp alinn, ungur mað-
ur með skarpa greind og heitar tilfinningar. Hann var þegar frægur
fyrir kvæði sín.“ Brandes fagnar því að maður með „gáfum, ætt-
jarðarást og pólitískri háttvísi“ Hannesar Hafsteins skuli hafa orðið
fyrsti ráðherra lslands. Brandes var mjög nákominn þeirri stjórn,
sem þá sat að völdum í Danmörku, og átti síðar eftir að segja að
hann teldi sig hafa ráðið því að Hannes Hafstein var skipaður ráð-
herra 1903. (Sbr. bók mína um Hannes Hafstein, 1. bindi, bls. 349.)
Eftir þetta fara engin löng bréf milli Brandes og Hannesar Haf-
steins, en þeir hittast að sjálfsögðu á næstu árum þegar Hannes er í
Kaupmannahöfn. Á heimleið frá Ameríku með manni sínum skrifar
frú Brandes Ragnheiði Hafstein 5. júní 1904, og sést af því hréfi að
þau hjón hafa hitt Hafsteins-hjónin þegar þau voru í Danmörku
fyrr á árinu, og meðal annars önnuðust kaup á nýjum húsmunum.
Frú Brandes segir frá Ameríku og ferðinni yfir hafið, og biður
Ragnheiði að skrifa sér um heimkomu hennar, móður hennar og
hörnin. Vinátta hennar er söm og áður: „Nu haaber jeg at alle de
Sinaa er vel, vokser op til Deres Fornpjelse, og at De maatte be-
liolde dem allesammen. Skriv mig et langt Brev og fortœl mig meget
om Alt. Jeg mener, nu burde der vcere Solskin omkring Dem altid.
Fik De Flytningen bes0rget saa hurtig som De vilde? Kom alle
Mpbler og Sager godt over fra Danmark?“
I september 1905 er Hannes Hafstein í Kaupmannahöfn, aðallega
til að semja við Mikla norræna ritsímafélagið um sæsíma til íslands