Skírnir - 01.01.1975, Page 56
54
KRISTJÁN ALBERTSSON
SICÍRNIR
og símalagningu um landið. Stutt bréf frá Georg Brandes ber með
sér að hann er að reyna að telja Hannes Hafstein á að fara til Par-
ísar - og kemur tæpast annað til greina en að sú för hafi átt að far-
ast vegna símamálsins. En fyrir skemmstu hafði Hannes verið í
Lundúnum og beðið Marconifélagið um tilboð í loftskeytasamband,
en af svörum þess sannfærzt um að sú lausn kæmi ekki til greina.
10. Georg Brandes til Hannesar Hafsteins.
9. Sept. 1905
Kjære Minister
Der var stor Sorg idag over at De var gaaet forgæves, saa meget
mere som vi havde sagt Dem, at De altid var velkommen til Frokost
halvet. Tilmed var jeg bjemme, havde kun en Masseur hos mig, og
hprte fprst at De havde været der, da det var for sent. En ny Pige
kjendte Dem ikke.
Tpr jeg bede Dem spise hos os S0ndag Kl. halvet. Der er slet
ingen; men det skal være mig kjært at se Dem og jeg vil gjerne
overtale Dem til at tage til Paris.
Deres hengivne
Georg Brandes.
Sumarið 1906 fer allt alþingi til Danmerkur í heimboði Friðriks
konungs áttunda, dönsku stj órnarinnar og danska ríkisþingsins.
Daginn eftir komuna til Kaupmannahafnar sitja íslenzku gestirnir
500 manna veizlu danska ríkisþingsins, 19. júlí, og hefur Georg
Brandes verið fenginn til að flytja aðalræðuna yfir borðum. „Hann
flutti ræðu sína með ljómandi mælsku og svo miklum hita og inni-
leik, að kunnugir segjast ekki hafa heyrt annað eins síðan Brandes
var á bezta aldri,“ segir einn alþingismanna í frásögn í Fjallkon-
unni. Eftir að hafa enn á ný rómað fornmenningu Islands, „hina
þróttmestu list norrænna bókmennta“, segir Brandes meðal annars
að Danmörk hafi „alltof lengi neitað réttmætum kröfum og óskum
íslendinga“, og óskar þess að ísland fái sem fyrst fyllstu kröfum
sínum fullnægt. „Þá endar með því að ísland nær samtímanum, eða
kemst fram úr honum. Framtímans Island mun varpa skugga á land