Skírnir - 01.01.1975, Side 57
SKIRNIR
GEORG BRANDES OG HANNES HAFSTEIN
55
fortíðarinnar. Lifi framtíð íslands!11 Fleiri ræður eru haldnar, og
loks talar Hannes Hafstein til að þakka fyrir hönd gestanna - og
verður á óhapp, sem hann strax eftir á veit að Brandes muni hafa
sárnað, ekki síður en honum sjálfum. Þegar hann er kominn úr
veizlunni heim á hótelherhergi sitt, skrifar hann Brandes.
11. Hannes Hafstein til Georgs Brandes. TT . T. . ,
' ° Hotel Kongen af Danmark.
Kjibenhavn, d. 19/7 06
Kjære Hr. Professor G. Brandes.
Jeg græmmer mig over, at jeg i min improviserede Replik kom
til at udelade den Tak, som vi Islændere i saa h0j Grad skylde Dem
for Deres udmærkede og hjærtelige Tale. Det var min Mening at
knytte denne Tak til Hentydningen til Deres Bemærkninger om
vore Formalismer, men i Talens Hede og Sprogvanskelighedernes
Kattepine fdrtes jeg over i noget andet og kom bort derfra. Jeg
vilde strax hagefter bede Dem om Undskyldning herfor, men kunde
da ikke finde Dem, og fik snart at vide, at De var gaaet. Jeg haaher,
at De ikke betvivler, at alle Islænderne f0lte sig glade og stolte ved
Deres smukke Tale, og at jeg bestandig forbliver
Deres ærb0digst hengivne og forbundne
H. Hafstein.
Þegar Georg Brandes hvatti landa sína 1906 til að verða við
fyllstu kröfum íslendinga, hefur hann sízt grunað að á næstu árum
myndi Hannes Hafstein berjast fyrir því að Island yrði sjálfstætt
ríki, vinna Friðrik konung á mál sitt og síðan danska stjórnmála-
menn. Brandes hafði megnustu ótrú á mjög litlum ríkjum. Hann
fann mjög til þess að Danir skyldu ekki vera stærri þjóð og ríki
þeirra meira. Þegar hann fréttir 1907 að konungur hafi á Islandi
talað um ríkin sín tvö, skrifar hann einum af vinum sínum: ,.Er det
dog ikke grueligt, at ... Frederik taler til Islamderne om „de to
Riger“. lkke engang den Smule Rige, han fik at passe, kan han
holde sammen.“ (Henri Nathansen: Georg Brandes, bls. 215.)
Skoðanir Brandes á ríkisréttarkröfum íslendinga þekkjum við ef
til vill bezt af bréfi sem hann skrifar Matthíasi Jochumssyni. Matt-