Skírnir - 01.01.1975, Síða 58
56
KRISTJÁN ALBERTSSON
SKÍRNIK
hías hafði snemma heillazt af fyrirlestrum og síðar ritum Brandes.
„Gáfaðri maður hefur varla lifað á Norðurlöndum,“ segir hann um
Brandes 1884 í bréfi til Hannesar Hafsteins. Árið eftir kynntist
hann Brandes og var í heimboði hjá honum með Hannesi Hafstein.
Matthías og Brandes verða vinir, og skrifast á. Brandes skrifar
Matthíasi 1907 að þeir, tveir gamlir og reyndir menn, hljóti að vera
sammála um að það sé brjálæði af jafnlítilli þjóð sem Islendingum
að vilja vera sérstakt ríki. „íslendingar hafa enga verzlun, engan
iðnað, engan her, engan flota og eru samanlagt eins fjölmennir og
lítill fimmta flokks bær í Englandi eða Þýzkalandi; þeir eiga ekkert
nema forna frægð . . . Þeir ættu að snúa sér að hagrænum endurhót-
um, einhverju raunverulegu.“ (Frá þessu bréfi, og svari Matthíasar,
er nánar sagt í bók minni um Hannes Hafstein, 2. bindi, bls. 170-
71.)
Eitthvað svipað hefur Hannes Hafstein mátt heyra, en ekki látið
sér segjast. Vinátta þeirra Brandes segir Einar H. Kvaran að hafi
„dofnað til muna frá Brandesar hlið eftir að Hafstein tók að halda
fram sjálfstæðiskröfum Islendinga í Danmörku. Að minnsta kosti
skildist Hafstein svo sem Brandes hirti þá ekki um að hafa neitt
saman við hann að sælda, og hagaði sér samkvæmt þeim skilningi.“
Georg Brandes vildi unna íslendingum alls þess frelsis sem þeim
væri fyrir heztu, en taldi óráð að svo örlítil þjóð, og þá skammt á
veg komin í hagrænum efnum, yrði sjálfstætt ríki. Og honum gat
veitzt örðugt að þola baráttu og skoðanir, sem hann var frábitinn.
En vinur íslendinga var hann alla tíð, á hverju sem valt. Á gam-
als aldri, eftir að hann var að mestu hættur að skrifa um nýjar bók-
menntir, varð hann manna fyrstur til að rétta hvað eftir annað örv-
andi hönd tveim ungum íslenzkum skáldum sem kvöddu sér hljóðs í
Danmörku — Jóhanni Sigurjónssyni og Guðmundi Kamhan.