Skírnir - 01.01.1975, Síða 66
64
DAVÍÐ ERLINGSSON
SKÍRNIR
Þorbjörn einn verður fyrir ofsókn illu aflanna. Það heyrir til
hugmyndaheimi sögunnar að slíkur maður hljóti að „bera gjöld“
skapgerðar sinnar, enda spretta atburðirnir af ódæðisverki hans,
sem rót á í skapgerðinni. Kiðagjöldin eru þung. Sýnilega er Þor-
steini alls ekki ætlað að forða bróður sínum frá því böli, enda þótt
hann sé þess í rauninni megnugur. Hinar endurteknu en áhrifalausu
aðvaranir hans, þ. e. raunverulegt íhlutunarleysi hans um yfirgang
fordæðanna sem bróðir hans á við að stríða, væri galli á sögunni ef
þar mætti vænta skáldskapar um fólk. En svo er ekki, því að atburð-
irnir sitja alveg í fyrirrúmi, og um sjálfstæða persónusköpun þarf
naumast að tala.
Nú er sjálfsagt að leita að kjarna frásöguefnisins og spyrja, hver
séu aðalatriði sögunnar. Þau liggja reyndar í augum uppi. Burðar-
ás sögunnar allrar er það, að ávirðing hefnir sín; þau syndargjöld
eru í þrennu lagi með stígandi og lýkur með lífláti. Þennan kjarna
sögunnar rná setja upp þannig:
[kiðadrápið] —> [1. hestslát, 2. konumissir, 3. líflát]
Orin táknar vitaskuld afleiðingu, en einnig það að allar ófarirnar í
síðari hornklofanum séu í sögunni hefndarígildi ódæðisins í hinum
fyrra.
Þetta er hin einfalda beinagrind sögunnar, sem mikið af öðru efni
hennar er líkt og holdið á. En svo er óneitanlega annað efni, sem
ekki sést í fljótu bragði að sé hluti þeirrar söguheildar sem fær
form sitt af sköpulagi beinagrindarinnar. Meðal þess efnis er Maur-
hildur og hlutverk hennar í sögunni. Ef menn vilja líta á söguna
sem eins konar hetjusögu af Þorsteini, þá er líflát Maurhildar óneit-
anlega lokaris þeirrar sögu. Dráp Maurhildar er raunar háris sög-
unnar eins og hún er, hvernig sem á er litið. Oneitanlega þarfnast
það skýringar hvers vegna það fær ekki rúm í þeim ramma sem nú
er fundinn. Um þetta efni verður rætt síðar.
4
Upptök efnisins. Dýraævintýri sem kunnugt er víða um lönd8 er í
aðalatriðum á þessa leið í safni Grimmsbræðra:9
Fugl nokkur rekst á soltinn hund og hjálpar honum með brögð-
um til að fá bæði mat og drykk. Þeir verða góðir kunningjar. A
heimleiðinni syfjar hundinn, og leggst hann fyrir á götunni, en fugl-