Skírnir - 01.01.1975, Page 68
66
DAVÍÐ ERLINGSSON
SKÍRNIR
dýraævintýrisins, og það að sagan af Kiða-Þorbirni er mannasaga
en ekki dýra, er augljóst að íslenzka sagan hlýtur að vera sprottin
af (útlenda) dýraævintýrinu AT 248, en ekki öfugt. Líka má benda
á hið augljósa, að hestar eru nauðsynlegir fyrir ekil, en í sögu Þor-
bjarnar gegnir hesturinn engu nauðsynlegu hlutverki. I rímunum
virðist dráp hans meira að segja hafa gleymzt, en þeim mun meira
er gert úr misþyrmingu Þorbjarnar. Að vísu er ekki ótrúlegt að
bóndi eigi sér eftirlætishest, en þó virðist samanburðurinn gefa til
kynna að klár Þorbjarnar sé varla nema leif af hestum ekilsins,
minni sem hlaut að standa í sögunni vegna byggingar hennar (hinn-
ar þríliða refsingar).
Ekki er heldur kunnugt um mennskaða mynd þessa ævintýris
annars staðar. En þótt seint verði hrundið öllum grun um að dýra-
ævintýrið kunni að hafa orðið að mannasögu einhvers staðar ann-
ars staðar en á íslandi, væri samt mjög ósennilegt að gera ráð fyrir
slíkum millilið. 011 gerð sögunnar af Kiða-Þorbirni bendir á ís-
lenzka sögusmíð. Hin gagntæka aðlögun sögunnar að íslenzku þjóð-
lífi og íslenzkum sagnaheimi bendir til að mismunurinn frá dýra-
ævintýrinu sé íslenzkur skáldskapur. Hið sama mun þá eiga við um
mennskunina, sem er eitt höfuðatriði mismunarins.
Með þessari athugun er þannig einni sögu, AT 248, aukið í hinn
litla flokk dýraævintýra sem þekkt hafa verið á Islandi.
Um leið veitist óvenjulegt tækifæri til þess að virða fyrir sér
hvernig þessi íslenzka saga muni hafa orðið til.
5
Ummótun og viðbœtur. Dýraævintýrið er svo einfalt að gerð og
knappt að efni að litlu mætti hagga án þess að sagan færi úr bönd-
unum. Saga Kiða-Þorbjarnar er miklu lengri og margbrotnari. í
henni er dýrasagan AT 248 notuð sem efnisgrunnur. Við þær að-
stæður hlutu breytingarnar að verða fólgnar i 1) ummyndun grunn-
efnisins og 2) viðbótum við það, fremur en úrfellingum svo að
miklu næmi.
Til ummyndunar er fyrst og fremst að telja mennskun sögunnar,
en tækifæri til annarra breytinga og viðbóta verða í sambandi við
hana. Dýraævintýri eru ævintýri þar sem dýr gegnir aðalhlutverki
og þar sem dýr hugsa, tala og eiga samskipti líkt og fólk. En þó að