Skírnir - 01.01.1975, Page 76
74
HELGA KRESS
SKÍRNIK
Skilgreining hans er ýtarleg og felur í sér tvær grundvallarkröfur.
Til þess að verk geti talizt raunsætt, verður það bæði að sýna hið
dœmigerða, við mannlegt líf og jafnframt heild þess.1
Hið dœmigerða er samruni þess almenna og einstaka í persónu-
lýsingum og atburðarás. í dæmigerðri persónu og dæmigerðum at-
burði falla mannleg og félagsleg rök saman. I örlögum einstaklings-
ins speglast abnennar reglur samfélagsins og samfélagsþróunarinn-
ar. í lýsingu á einstaklingi í tiltekinni stöðu á því einnig að mega
finna það sem er einkennandi fyrir fólk í þeirri stöðu yfirleitt.
Heildarhugtakið lýtur að þeirri samfélagsmynd sem verkið dreg-
ur upp. Þar er lögð áherzla á að fram komi víxlverkan manns og
umhverfis og að persónum sé lýst í þjóðfélagslegu samhengi og sem
hlutum í heild þess. I smáatriðum og aukapersónum á að mega
sj á brot samfélagsveruleikans sem svo saman stuðla að heildarmynd
hans.
.Jafnframt því sem raunsætt verk speglar hugmyndafræði þjóðfé-
lagsins, megnar það að afhjúpa hana.2 Það sýnir samtímis hlut-
veruleika þess og raunveruleika, eða yfirborð þess og eðli. Lukács
ásakar natúralisma í list fyrir að lýsa aðeins hlutveruleikanum, og
módernisma fyrir á hinn bóginn að flýja hann inn í draumóra. I
andstöðu við raunsæisverk sem sýnir fram á breytileika og þróun,
koma þar félagsleg fyrirbrigði fram sem eilíf og óviðráðanleg.3
011 könnun á stöðu og hlutverki kvenna í bókmenntum hlýtur að
meira eða minna leyti að byggj ast á þeim þætti þeirra sem lýtur að
raunsæi. Varðar það bæði þau viðhorf sem verkið tjáir og samfé-
lagsvitund þess. En með kröfunni um raunsæi er einnig lögð áherzla
á þá hlið hókmennta sem út snýr, hlutverk þeirra í þjóðfélaginu.
Takist þeim að sýna lífið eins og það er, en ekki eins og það lítur
út fyrir að vera, geta þær opnað augu lesenda fyrir veruleikanum
og stuðlað að skilningi þeirra á sjálfum sér og umhverfi sínu. Þetta
hlutverk listar kallar Lukács skírslu (katharsis), og útvíkkar þannig
hið forna hugtak Aristótelesar til að merkja skyndilega innsýn í
hulin samfélagstengsl.
Með skírsluáhrifunum geta bókmenntir lagt fram sinn skerf til
þróunar þjóðfélagsins, og þar með til breytingar á hefðbundinni
kynskiptingu þess. Skírslan er í sjálfri sér það sama og nefnt hefur
verið vitundarvakning. Það er því Ijóst hve mikilvægt það er að