Skírnir - 01.01.1975, Page 77
SKÍRNIR
KVENLÝSINGAR OG RAUNSÆI
75
konum sé lýst í samræmi við veruleika þeirra, þannig að þær þekki
sjálfar sig og sín vandamál í kvenlýsingum verksins. En áhrif skírsl-
unnar á þær hljóta einnig að vera fólgin í heildinni. Viðfangsefni
verksins og boðskapur verður einnig að varða þær.
Til þess að hægt sé að tala um raunsæi í kvenlýsingum samtíma-
bókmennta, verður að gera sér grein fyrir, hver sé hin raunveru-
lega staða kvenna í þjóðfélaginu sem miðað skal við.
Eina beztu skilgreiningu á stöðu kvenna í borgaralegu þj óðfélagi
er að finna hjá Juliet Mitchell í bók hennar Womarís EstateA Skv.
henni ákvarðast lægri staða kvenna af fjórum höfuðþáttum: fram-
leiðslunni, œxluninni, lcynferði og barnauppeldi.
I framleiðslunni, eða atvinnulífinu, eru konur ódýr vinnukraftur.
Þær eru sagðar líkamlega veikari en karlmenn og af þeirri ástæðu
þvingaðar til að vinna „kvennastörf“ fyrir lægri laun. A starf
kvenna er ekki litið sem ævistarf, heldur er þeim ætlað að giftast og
lifa á tekjum eiginmannsins. Starf hans skiptir öllu máli og konan
samsamar sig því. Af þessu leiðir, að konur standa ekki saman sem
stétt, hvorki í starfi utan eða innan heimilis, heldur skipa sér um
hagsmuni eiginmanna sinna.
Fjarvist kvenna frá atvinnulífinu á ekki bara rætur að rekja til
hugmyndafræðinnar um veika líkamsburði þeirra, heldur einnig
til líffræðilegs hlutverks þeirra í æxluninni. Borgaralegt þjóðfélag
lítur á það sem köllun kvenna að ganga með hörn, ala þau upp og
sjá um heimili fyrir þau. Hlutverk kvenna í æxluninni hefur orðið
e.k. andleg samsvörun við hlutverk karla í framleiðslunni. Börn
verða afurð þeirra og stöðutákn. Sú líffræðilega staðreynd að kon-
ur fæða börn hefur þannig verið færð yfir á fjölskylduna sem sjálf-
sagða stofnun og félagsleg undirokun kvenna gerð að náttúrulög-
máli.
Þjóðfélagið lítur á konur frá sjónarhorni karlmanna og í afstöðu
við þá. Þær eru eingöngu kynverur og eru dæmdar eftir útliti og
kynþokka. Staður þeirra og takmark er hjónabandið.
Mikilvægasta skilgreining kvenna félagslega er hlutverk þeirra
sem uppalendur og húsmæður, sem þó alls ekki er viðurkennt sem
starf, en unnið kauplaust og án nokkurra réttinda. Konur eru þann-
ig notaðar sem ósýnilegur og ókeypis vinnukraftur, þótt þær á heim-
ilinu vinni störf sem eru nauðsynleg til að halda framleiðslunni