Skírnir - 01.01.1975, Page 80
78
HELGA KRESS
SKÍRNIR
hefti 1970), sem hann nefnir „Georg Lukacs og hnignun raunsæis-
ins“. Greinina segir hann m. a. vera sprottna „uppúr eigin löngun
til að átta mig á því sem ég er sjálfur að gera“. (267) Hann leggur
áherzlu á kenningar Lukács um þekkingar- og skilningshlutverk list-
ar og tekur fyrir öll þau atriði sem rædd hafa verið hér að framan,
þ. e. hið dœmigerða (sem hann kallar „týpuna“ eða „hið týpíska“),
heildina og skírsluna eða „vakningareðli listarinnar“. Hann segir
með Lukács:
Maðurinn er ekki aðeins afsprengi umhverfisins, heldur líka smiður þess. Rit-
höfundi ber ekki minni skylda en öðrum til að takast á viS umhverfi sitt og
breyta því og þarmeð sjálfum sér. (252)
Það leikur' enginn vafi á því að Vésteinn aðhyllist raunsæi í
skáldskap. Og það sem má teljast sérstaklega áhugavert um þessa
grein og samband hennar við Gunnar og Kjartan er kenning Vé-
steins um íslenzka bókmenntasérstöðu sem hann setur fram í lokin,
þar sem hann ræðir um hnignun raunsæisins samfara þróun auð-
valds og firringar á Vesturlöndum. Sökum fámennis, vanþróaðs
auðvalds og frumstæðrar borgarastéttar telur hann íslenzkan sam-
félagsveruleika frábrugðinn þeim sem finna má í öðrum auðvalds-
þjóðfélögum, og heildarsýn yfir framleiðslukerfið og byggingu
þjóðfélagsins sé því auðveldari. Hann segir:
Islenzk bókmenntasérstaSa felst í þessari efnahagslegu og menningarlegu
sérstöSu. Á meSan kapítalískir framleiSsluhættir eru hér vanþróaðir gefst
allri bókmenntasköpun meira svigrúm og fleiri möguleikar en víSa annarsstað-
ar á Vesturlöndum. Henni gefst ótvírætt svigrúm til raunsæis í víðri merkingu.
Henni gefst jafnvel svigrúm til raunsæis í merkingu Lukácsar. Og henni gefst
líka góður möguleiki til að viShalda og þróa íslenzka frásagnarhefð, sem er
meiri dýrgripur en margir virðast gera sér ljóst. (267)
Með Gunnari og Iíjartani hefur Vésteinn ætlað sér að skapa raun-
sætt verk eins og þau voru samin fyrir og um aldamótin af hinum
stóru raunsæishöfundum Lukács, eins og Balzac, Stendahl, Tolstoj og
Mann. Þetta er ástæðan til þess að hann snýr baki við öllum formtil-
raunum og módernisma nútímaskáldverka sem mótar fyrir í Atta
raddir úr pípulögn og skrifar jafn „gamaldags“ og raun ber vitni.10
Gunnar og Kjartan er sögð í þriðju persónu af alvitrum sögu-
manni, þ. e. sögumanni sem veit meir en þær persónur sem hann
lýsir, og um leið er höfundurinn í verkinu, sem má treysta að segi
satt og rétt frá. Slíkur sögumaður sér persónur og atburði úr fjar-