Skírnir - 01.01.1975, Page 81
SKÍRNIR
KVENLÝSINGAR OG RAUNSÆI
79
lægð, og sjónarhorn hans er ótakmarkað. Hann leggur út af frásögn
sinni og kemur með útskýringar á atvikum og vi'öbrögðum persóna.
Þessi tegund sögumanns má heita yfirskipuð í frásögninni, en mik-
ill hluti hennar er sagður frá sjónarhornum persóna, aðallega Kjart-
ans, en einnig Gunnars og almannaróms. Sjónarhornið er hins
vegar aldrei lagt til kvenna, og er þeim eingöngu lýst utan frá.
Sjónarhornum persóna má ekki alltaf treysta, t. a. m. er höfund-
ur ákaflega fjarlægur Kjartani í byrjun, en bilið minnkar með
þroska Kjartans er á líður söguna, og hverfur svo til alveg í lok-
in. Þótt höfundur beiti oft fyrir sig háði hæði í sjónarhornum
persóna og samtölum, beinist það aldrei að viðhorfum þeirra til
hlutverks og stöðu kvenna. Þau sjónarmið sem þar koma fram virð-
ist því alla jafna mega taka sem sjónarmið höfundar sjálfs.
Annar liður í raunsæisaðferð sögunnar, fyrir utan alvitran sögu-
mann, er að hún er látin gerast á ákveðnum sögulegum stað og tíma.
Sviðið er Reykjavík á árunum 1963 og 1964. Ýmislegt verður til að
festa hana í veruleikanum, svo sem nöfn á þekktum persónum, göt-
um og stofnunum. Hún gefur því oft tilefni til beins samanburðar
við lífið í Reykjavík á þessum árum. I lýsingunni á menntaskóla-
nemunum virðist höfundur t. a. m. taka fyrir sinn eigin árgang.
Gunnar og Kjartan er þroskasaga ungs manns, sem smám saman
vaknar til vitundar um sjálfan sig og það þjóðfélag sem hann lif-
ir í. Hún er jafnframt þjóðfélagsádeila á breiðum grundvelli þar
sem teflt er saman spillingu borgaralegs þjóðfélags og gildi manns-
ins. Höfuðminni sögunnar má því skilgreina sem einstakling og sam-
félag, en það er í eðli sínu sam-mannlegt, þ. e. varðar bæði kynin.
Mun ég því leggja megináherzlu á að athuga hvernig sambandi
kvenna við þetta höfuðminni er varið, og hver sé hlutur þeirra í
samfélagsmynd verksins.
III
Tölfræðilega lítur persónusafn Gunnars og Kjartans nokkurn veg-
inn svona út:11
Karlmenn % Konur %
Nafngreindar persónur sem koma fram á athafnasviði 22 69 10 31
Nafngreindar persónur sem ekki koma beint fram 29 62 18 38
Onafngreindar persónur 88 61 56 39
Alls 139 62 84 38