Skírnir - 01.01.1975, Síða 82
80
HELGA KRESS
SKÍRNIR
Þessar niðurstöður stangast allverulega á við raunverulegt hlut-
fall kynja í íslenzku samfélagi, en kemur hins vegar vel heim og
saman við þá borgaralegu hugmyndafræði að telja ekki konur með
til samfélagsins. Það er einnig athyglisvert að hlutfallstala kvenna
minnkar því nær sem dregur athafnasviði.
Eins og nafn bókarinnar bendir til eru aðalpersónur hennar karl-
menn. Fer umræða hennar að miklu leyti fram í löngum viðræðum
þeirra og dæmisögum Gunnars. Eins og aðrir karlmenn á athafna-
sviði frásagnarinnar taka þeir þátt í opinberu lífi og staða þeirra í
þjóðfélaginu er skýrt afmörkuð. Þeim 10 konum sem fá að koma
fram í sviðsljósið er hins vegar eingöngu lýst í afstöðu við karl-
menn, og gegna þær kyn-, þjónustu- og fjölskylduhlutverki. Á tákn-
rænan hátt fyrir kvenlýsingar sögunnar, segja tvær þeirra ekki neitt.
Anna, sem skilgreind er sem móðir Sísíar, kemur þannig fram að
hún stendur í dyragætt á hak við mann sinn ásamt tveimur dætrum
sínum. (49, nafngreind 222) Bára, systir Kjartans 14 ára, kemur
tvisvar við sögu. í annað skiptið þegar pahbi hennar biður Kjartan
að hjálpa henni (2:24) og í hitt skiptið þegar hún ber af borði og
færir föður sínum og bræðrum kaffi. (2:122) Aðeins ein af þessum
konum tekur þátt í atvinnulífinu, nánast sem lausamaður við af-
greiðslu. Til samanburðar eru karlmenn fulltrúar allra stétta þjóð-
félagsins, atvinnuleysingj a, námsmanna, sjómanna, skrifstofumanna
og atvinnurekenda.
Nafngreindar persónur sem ekki koma beint fram sýna sama
munstur. Meirihluti karlmanna er nefndur í sambandi við starf sitt,
en engin þessara kvenna tekur þátt í atvinnulífinu. Nokkrar eru þó
við vinnukonustörf um tíma. I frásögninni af lífi Margrétar, móður
Ingu, má sjá öll hlutverk konunnar sameinuð. Hún er mella og
vinnukona þar til hún giftist og síðan deyr. (2:36-37)
Onafngreindar persónur hef ég tekið undir eitt, án tillits til hvort
þær koma fram í nútíð sögunnar eða ekki. Þær eru fyrst og fremst
umhverfislýsing og eiga því að gefa alhliða mynd af því þjóðfélagi
sem frásögnin hrærist í. Um helmings karlmanna er getið í sam-
bandi við atvinnu þeirra, og eru æðri stöður og ábyrgðarstörf ríkj-
andi. Nefna má embættismann í ráðuneyti (104), starfsmann sendi-
ráðs (110), sýslumann (124), guðfræðing (158), 2 bankastjóra
(222), 3 lögfræðinga (242, 269, 286) og formann Síldarnefndar