Skírnir - 01.01.1975, Side 85
SKÍRNIR
KVENLÝSINGAR OG RAUNSÆI
83
Hún [o: Áslaug] spurði hann um skólann, hvernig honum gengi, á hverju
hann hefði mestan áhuga og svo framvegis. Hann virti hana fyrir sér, klæddi
hana úr peysunni í huganum, strauk henni niður axlirnar ... og kom svo eins-
og af fjöllum í hvert skipti sem hún spurði.
- Um hvað ertu að hugsa, sagði hún ívið háðslega, einsog hana grunaði í
hverskonar hugleiðingum hann var. (171-172)
Eftir að útliti Ingu hefur verið lýst nákvæmlega frá sjónarhorni
Kj artans, - hún er horuð, veikluleg, föl, skítug og mikið máluð, er
hún látin afsaka líkamsvöxt sinn fyrir honum, um leið og hún bæt-
ir því við lýsinguna sem á vantaði:
- Þú mátt ekki hlæja að mér, sagði hún þegar hún smeygði sér úr kjólnum
... Þú mátt ekki hlæja að mér þó ég sé með lítil brjóst ...
- Nei, þau eru falleg, sagði hann. Eg er ekkert hrifinn af stórum brjóst-
um. (2:34)
Þessi samtöl eru einnig einkennandi fyrir stöðu kvenna sem þol-
enda. Sem bein afleiðing af sjónarhorni bókarinnar ber þeim að
vera fallegar og fullar kynþokka, og falla þannig karlmönnum í geð
með útliti sínu. Varla þarf að taka það fram að sömu kröfur eru ekki
gerðar til útlits karlmanna. Þegar Kjartani gengur illa í kvennamál-
um er þar ekki kynþokkaleysi hans um að kenna, heldur einungis
f ramkomu:
Kvenmannserfiðleikar Kjartans höfðu ekki minnst stafað af takmörkuðum
hæfileikum hans til að halda aftur af ákafa sínum. (43)
Til samanburðar má henda á lýsinguna á Sísí þegar hún leggur á
flótta undan ákafa hans:
- Láttu mig vera, sagði hún og sleit sig lausa, bæði skelfd og glöð yfir þess-
ari óvæntu eftirtekt sem kannski var hennar fyrsti sigurvinningur, því hún var
bæði rangeyg og stórnefjuð og þótti ekki einusinni yndi í augum þeirra sem
töldu myndlistina ofar öllum listum og töluðu lotningarfullir um van Gogh og
Picasso þess á milli sem þeir létu sig dreyma um að eignast öll stærstu einka-
söfn í landinu. (47-48)
Sama skilyrði um fegurð kvenna, til að karlmenn geti haft áhuga
á þeim, má sjá í lýsingu Ólafar:
Ólöf Christiansen var tíguleg á velli á yngri árum, gekk bein og hnarreist og
vingsaði til höndunum einsog sú ein sem veit til valds síns. En þrátt fyrir þetta
var hún fæstum karlmönnum augnayndi og kynferðislegur óskadraumur. Hún
var hávaxin af kvenmanni að vera, beinamikil og fremur stórskorin í andliti,