Skírnir - 01.01.1975, Side 86
84
HELGA KRESS
SKÍRNIR
kaldranaleg í viðmóti__ÞaS þótti því liggja í augum uppi að sá enski, eins
fágaSur og smekkvís og hann virtist vera, hefSi fengiS augastað á einhverju
öðru en kvenlegum þokka fröken Olafar ... Og þegar hann hvarf úr landi var
þaS af sumum skýrt á þann veg, að þrátt fyrir öll auðæfi Óskars Christiansens
hefði hann ekki getað hugsað sér að ganga að eiga hana fröken Ólöfu. (91-92)
Hér kemur sú skoðun skýrt fram að einhverjar annarlegar ástæð-
ur hljóti að liggja að haki, ef karlmaður sýni ófríðri konu áhuga.
Kemur það einnig heim við Pétur, eiginmann Olafar, sem er látinn
selja sig auðæfum hennar og síðan lýst sem píslarvotti. A sama hátt
og Ólöf er Sísí svo ófríð að stórt málverkasafn föður hennar nægir
varla til að laða að henni menn. Skyndileg ágirnd Kjartans á henni
þjónar þeim tilgangi að gera hann hlægilegan í upphafi bókarinnar
og sýna falska meðvitund hans, sem hann svo síðar þroskast frá.15
Fyrir utan ófríðleik, þykir það mikill ljóður á ráði konu að vera
rík, að ekki sé talað um ef þetta tvennt fer saman. I því sambandi er
vert að benda á, að Kjartan getur ekki hugsað sér að vera með Ás-
laugu, og er þar ríkidæmið hindrunin, og að hetjuskapur hans í síð-
ari hluta bókarinnar byggist ekki sizt á því, að hann er með Ingu
þrátt fyrir útlit hennar. Þannig ræður stéttasj ónarmið oft afstöðu
höfundar til kvenna, og verður vikið að því síðar.
Af fegurðar- og kynþokkakröfu bókarinnar leiðir, að eldri konur
eru heldur litnar hornauga. Orðið „kelling“ er notað sem skammar-
yrði (2:32), og eitt það versta sem hægt er að segja um konu, er
að hún sé „orðin kellingarleg“. (2:205)16 Samanburður við karl-
menn sýnir enn að annar mælikvarði gildir um þá. I tilvitnuninni
um Ólöfu hér að framan var tekið fram, að hún hafi verið „tíguleg
á yngri árum“. Maður hennar er hins vegar sagður „ennþá með
myndarlegustu mönnum“. (94) Utlit föður Kjartans er alveg látið
liggj a milli hluta, en móður hans eru aftur á móti gerð þessi skil:
Hún var lág vexti og horuð, hárið rytjulegt og svipurinn jafnan þreytulegur.
Hún var hálffimmtug, en leit út fyrir að vera eldri. (58)
Sama munstur kemur fyrir í umhverfis- og smáatriðalýsingum, kon-
ur fá athugasemdir um útlit, karlmenn ekki:
Það voru líka til gamlir menn sem drógu fisk úr sjó og gátu séð af soðningu
og soðningu; konur með skuplur og æðahnúta sem komu í veikindum ... (88)
Þessi áherzla á kynhlutverki kvenna í sögunni kemur í veg fyrir