Skírnir - 01.01.1975, Síða 87
SKÍRNIR
KVENLÝSINGAR OG RAUNSÆI
85
að um vináttu milli kynja geti verið að ræða. Einkennandi eru þessi
orð Gunnars:
Eg las einu sinni frábæra smásögu um mann sem féll í þá freistni að trúa fal-
legri konu fyrir mikilvægu leyndarmáli sem hann deildi með besta vini sín-
um. (135)
Sama viðhorf kemur fram hjá sögumanni í lýsingunni á ástandi
Kjartans í upphafi, þar sem upp eru talin ýmis vandamál hans:
Klaufaleg framkoma hans kom vanalega í veg fyrir að nokkur stelpa gæti ver-
ið með honum lengur en eitt kvöld eða tvö. Við allt þetta bættist að hann átti
enga vini. (16)
Hér kemur það greinilega fram, að stelpur og vinir eru talin tvö
aðskilin fyrirbrigði, og fær það frekari staðfestingu í rás sögunnar,
þar sem allt annað samband kynja en kynferðislegt er útilokað.
Þetta gildir jafnt um samband Kjartans við Áslaugu og Ingu, sem
Ingileifi í lok bókarinnar. Um Áslaugu segir t. a. m.:
En þó hann segði sjálfum sér aftur og aftur að hann væri ekkert hrifinn af
henni og gæti aldrei orðið það, þá var samt eitthvað sem gerði hana ákaflega
manneskjulega í augum hans ... (186)
Hliðstæðar eru vangaveltur hans um Ingu:
Hvað var hann eiginlega að vilja henni? Ætlaði hann sér kannski að fá að
sofa hjá henni nokkrum sinnum og láta svo alltíeinu einsog hún væri ekki til?
... Hann elskaði hana ekki, það vissi hann vel. Honum var hlýtt til hennar á
einhvern furðulegan hátt, en það var líka allt annað mál og enginn grundvöll-
ur fyrir nánari kunningsskap. (2:46)
En hvað sé „grundvöllur fyrir nánari kunningsskap“ milli karls
konu, og í hverju sá kunningsskapur kunni að vera fólginn, hliðrar
sagan sér hjá að svara. Að vísu er á því tæpt, að til þess þurfi konan
að vera andlegur jafningi karlmannsins (2:133), en slíka konu er
ekki að finna í bókinni. Eigi það frá höfundarins hálfu að vera
Ingileif í sögulok, má benda á, að það er hár hennar og útlit sem
Kjartan er látinn hrífast af, sbr. að hún er kölluð „sú svarthærða“
(2:305, 316, 317), einnig orð Kjartans við hana: „þú ert einum of
falleg“ (2:318) o. s. frv.
Þessi kynferðisviðhorf gagnsýra ekki aðeins sambönd milli karl-
manna og kvenna heldur öll hugsanleg samskipti persóna. í fjöl-