Skírnir - 01.01.1975, Page 88
86
HELGA KRESS
SKÍRNIR
skyldu er t. a. m. litið á dætur kynferðisaugum, og það oft á ógeð-
felldan hátt sem ég dreg í efa að standist svo mikið sem hlutveru-
leikann. Varla ber Aslaugu svo á góma innan fjölskyldu hennar, að
ekki sé um einhvers konar aðdróttanir vegna kyns hennar að ræða.
Mikil umræða fer þar fram um hvort hún sé ófrísk. Og þannig tala
þær mæðgurnar saman:
Þú getur kannski talið upp fimmtíu sextíu stykki sem ég hef sofið hjá?
- Eg hef mínar grunsemdir um það hver sé faðir að Jiessu barni, sagði Olöf
rólega.
- Nei, þetta er nú einum of mikið af því góða, sagði Áslaug og stóð upp.
... Það er alveg nóg að þú ausir peningum í hann Gunnar og Ijúgir því svo að
mér að þú gerir það ekki, þó þú farir ekki að bera það uppá mig að ég sé ein-
hver mella sem sofi hjá hverjum sem er og gangi með barn eftir einhvern og
einhvern. Ég skal láta þig vita það: ég er ekki ólétt frekar en þú. (206)
Móðir hennar hikar heldur ekki við að ljúga því upp á dóttur sína
í votta viðurvist, að Kjartan „hafi hitað bólið með Áslaugu í mest-
allan vetur“ (291) eins og hún kemst að orði. Sú fyrirlitning sem
fram kemur, ekki sízt í orðbragði hennar, getur tæpast talizt dæmi-
gerð fyrir samband móður og dóttur, jafnvel þótt í spilltri borgara-
stétt sé. Undirstrikunin í eftirfarandi orðum hennar sem hún mælir
til bróður síns er höfundar:
Ef þú vilt endilega ásaka drenginn fyrir eitthvað, þá geturðu ásakað hann fyr-
ir að hafa látið Áslaugu nota sig, já látið hana gera sig að hreinum og klárum
friðli í orðsins ógeðslegustu merkingu - ekki annað. (291-292)
Kynferði dætra í fjárkúgunarskyni er vinsælt minni í Gunnari
og Kjartani:
Já, það getur stundum komið sér vel að eiga dóttur, kunningi. Þú skalt eign-
ast tíu dætur, þær geta allar orðið virði þyngdar sinnar í gulli. (215)
Þetta er það jákvæðasta sem faðir Áslaugar hefur að segja um
dóttur sína, og hann notar sér orðróm um ástamál hennar til að fá
uppáskrift á víxla. Bæði Gunnar og móðir hennar nota hana einnig
á svipaðan hátt, og yfirleitt gengur kynferði hennar kaupum og söl-
um meðal fj ölskyldunnar og kunningja hennar.
Fjárkúgun vegna nauðgunar dætra kemur tvisvar fyrir. Til
að bjarga vini sínum frá hneyksli hótar faðir Sísíar að höfða
mál gegn Kjartani vegna tilraunar til nauðgunar á henni, og það án