Skírnir - 01.01.1975, Síða 89
SKÍRNIR
KVENLYSINGAR OG RAUNSÆI
87
þess að frásögnin láti nokkurs staðar liggja að því að slík málshöfð-
un geti orðið j afnóþægileg Sísí sem hneykslið vininum. Orðbragðið
í lýsingu föðurins á nauðgunartilrauninni er heldur ekki sparað:
... þú náðir henni og kastaðir þér yfir hana, jiannig að þið félluð bæði í göt-
una. Og það voru ekki beint nein varfærnistök sem þú beittir hana, það voru
fantatök hins vitstola manns sem hefur glatað allri hugsun annarri en þeirri
að nauðga fórnarlambi sínu og það sem kirfilegast. (241)
A sama hátt notar móðir Áslaugar hana til að hylma yfir fjármála-
spillingu eiginmanns og sonar, og tekur heldur dýpra í árinni, með
því að nauðgunin á að hafa verið með „heldur óskemmtilegum af-
leiðingum“. (255) Hún lætur sig ekki muna um að fórna mannorði
dóttur sinnar fyrir hag karlmannanna í fj ölskyldunni, og eru slík
óheilindi kvenna einkennandi fyrir samband þeirra í hókinni yfir-
leitt.
Konur eru gjarnan látnar vera í eins konar keppnisafstöðu hver
gagnvart annarri, og samstaða með þeim er ekki til. Benda má á af-
stöðu Áslaugar til Ericu, bréfavinkonu Gunnars og tilvonandi mág-
konu sinnar, sem hún sýnir fyrirlitningu sína með að kalla tvisvar
„einhvern kvenmann“ (188), samúðarleysi Ólafar gagnvart Hrafn-
hildi, sem hún talar aldrei öðruvísi en illa um, kallar hana t. a. m.
„taugaveiklaða“ og „snarvitlausa“, og ræðir um hugsanlegt sjálfs-
morð hennar sem hneyksli fyrir ættina (296), og ummæli Sísíar um
vinkonur sínar: „Hún hafði svo sem alltaf vitað að hún Brynja væri
lygin . ..“ o. s. frv. (44) En síðast en ekki sízt framkomu móður
Kj artans við Ingu:
Á broti úr sekúndu hafði móðir hans séð það sem hún vildi sjá. Hún kreisti
ekki fram hros, hún sagði heldur ekki neitt, hún leit til hliðar, rétti fram
höndina og dró hana snöggt til sín aftur ... (2:119)
Óheilindi af þessu tagi fyrirfinnast ekki í lýsingu karlmanna,
heldur er hvað eftir annað lögð áherzla á samstöðu þeirra, t. a. m.
með þéttingsföstum handtökum þeirra (180, 2:11, 313) og ávörpum
sem „lagsmaður“ og „kunningi“ sem oft koma fyrir. „Hverra
manna ertu svo, kunningi“ spyr Pétur (180), og Skúli á sama hátt:
„Hvað heitirðu svo lagsmaður“ og slær um leið „þéttingsfast á öxl
Kjartans“. (2:12)
Þetta samstöðuleysi kvenna má sjá sem afleiðingu þess, að þær