Skírnir - 01.01.1975, Page 90
88
HELGA KRESS
SKÍRNIU
lifa ekki sínu eigin lífi, heldur sjá takmark sitt og tilgang í karl-
manninum. Þær hafa ekki áhuga á því sem þær gera sjálfar, en eru
gerðar að óvirkum þiggjendum og aðdáendum karlmanna. Jafnvel
þótt fram komi að Áslaug sé í skóla og Ólöf í nefndarstörfum, virð-
ist líf þeirra ekki snúast um annað en Gunnar og Kjartan og hvað
þeir séu að aðhafast; og þær tala varla um annað:
- Gunnar og Kjartan fá aldeilis veðrið' til aS hreinsa bækurnar, sagði Olöf.
- Hvernig veistu að hann heitir Kjartan?
- Hann kynnti sig fyrir mér, sagði Ólöf einsog hún væri upp með sér - hún
hélt að hún hefði verið á undan Aslaugu að komast að því hvað hann hét.
- Hvar? Hvar kynnti hann sig fyrir þér?
- Uppi hjá Gunnari.
- Hvað sagði hann? Hvað sagði hann meira? (164)
Þegar Kjartan og Pétur ræða saman, situr Áslaug „álengdar og
gaf þeim gætur“ (180), og þær mæðgur fylgjast af athygli með sam-
tali þeirra án þess þó að taka þátt í því:
Það fór ekki framhjá Kjartani af hvílíkum spenningi mæðgurnar biðu eftir
svari hans. Þær störðu á munninn á honum einsog þær væru hræddar um að
eitthvað færi framhjá þeim ef þær tækju af honum augun. (180)
Sama máli gegnir um Ingu, sem þó vinnur úti. Henni er aldrei
lýst í afstöðu við starf sitt, og minnist heldur aldrei á það sjálf, en
tekur þakklát á móti þeim molum sem henni falla af borðum karl-
manna:
Inga horfði á hann bæði undrandi og hrifin ...
- En hvernig datt þér þetta í hug? Ég gæti aldrei hugsað neitt svona ...
svona klárt. (2:173)
Ástin er því sá eini grundvöllur sem konur hafa til að byggja líf
sitt á, og kemur það sjónarmið fram í bókinni, að hún komi aðeins
einu sinni fyrir í lífinu.37 Áslaug stendur og fellur með ást sinni:
„Það er það eina sem ég á,“ segir hún. (2:285) Fyrir karlmenn er
ástin hins vegar algert aukaatriði. Líf þeirra ákvarðast af öllu öðru.
Athyglisverð til samanhurðar við orð Áslaugar eru hliðstæð orð
Kjartans, sem sýna muninn á lífsinntaki konu og karls:
Ég hef fundið að ég er eitthvað. Ég hef fundið það og vil ekki glata jiví. Það
er það eina sem ég á. (2:303)