Skírnir - 01.01.1975, Síða 91
SKÍRNIR
ICVENLÝSINGAR OG RAUNSÆI
89
í sainræmi við þessi orð er skilið við þau í sögunni, Áslaugu niður-
brotna í vonlausri ást sinni, og Kjartan fullan af trú á sjálfan sig.
Sömu viðhorf til stöðu kynja í þjóðfélaginu má sjá í lýsingu Gunn-
ars. Framtíð hans liggur ekki í ást hans á Ericu, einu konunni sem
hann hefur elskað (2:152), heldur í „þýzku stórfyrirtæki“ (2:197),
og eins og Kjartan treystir hann á sjálfan sig:
Og tími minn er dýrmætur. Hann er það eina gull sem ég þekki. (82)
Örlög Áslaugar markast af því að hún fær ekki þann mann sem
hún elskar:
Ég elska hann ennþá, ég veit að ég get aldrei elskað neinn annan en hann ...
Og fyrst hann vill það sjálfur, og fyrst allir aðrir vilja það líka, þá er mér
sama, þá er mér sama um allt. Mig langar ekki til neins lengur, mig langar
ekki til að lifa, mig langar heldur ekki til að deyja, ég geri bara það sem
aðrir vilja að ég geri. (2:284^285)
Og sagan styður sjónarmið hennar, og bendir hvergi á aðra leið
til lífshamingju konu en ástina. T. a. m. viðurkennir Kjartan „ekki
bara rétt hennar til að elska Vilhjálm, honum fannst það sjálfsagt
og auðskilið að hún elskaði hann og engan annan“. (236) Og þegar
hann hvetur hana til að gefast ekki upp, er ást í meinum það ráð
sem hann er látinn gefa henni:
Þú átt ekki að gefast upp. Þú færð kannski aldrei Vilhjálm, ekki fyrir þig
eina, sama hvað þú gerir, en þú getur átt með honum stund og stund ef þú ert
sniSug. Það þýðir ekki að deyja ráðalaus ...
Það hýrnaði yfir henni andartak. Hún horfði brosandi uppá vegginn og
sagði annars hugar: - SkrítiS að mér skuli aldrei hafa dottið þetta í hug,
einsog þetta er einfalt. (2:286)
Áslaug „gefst upp“ og lætur „teyma sig þegjandi og hljóðalaust
einsog skynlaust dýr til slátrunar“, út í ástlaust hjónaband. (2:96)
Viðbrögð Gunnars bróður hennar við erfiðleikum sínum, eru hins
vegar allt önnur:
... nú stend ég einn, og annaðhvort læt ég mala mig mélinu smærra eða ég
bregst til varnar. (2:308)
í Gunnari og Kjartani eru kynferði, barneignir og hjónahand
tengd órjúfandi böndum, en slík hugmyndafræðileg tengsl eru ein-
mitt ein af höfuðorsökum fyrir undirokun kvenna, shr. skilgrein-