Skírnir - 01.01.1975, Side 92
90
HELGA KRESS
SKIRNIR
ingu Juliet Mitchell hér að framan. Um ást sína á Vilhjálmi segir
Aslaug þessi einkennandi orð:
Eg elska hann Vilhjálm, mamma, ég elska hann takmarkalaust, ég elska hann
með öllum líkamanum, alltaf ...
- Ég er ekkert barn. Ég er kona. Spurðu hann Vilhjálm hvort ég sé ekki kona
... Og ef ég hefði fengið að ráða væri ég orðin ófrísk eftir hann fyrir löngu.
Ég þrái ekkert eins mikið og að eignast barn með honum, giftast honum, gift-
ast honum heyrirðu það, búa með honum, hafa hann hjá mér alla daga og
allar nætur, alltaf. (283)
Sama máli gegnir um Ingu. Hún vill endilega eignast barn meS
þeim mönnum sem hún er meS, og af frásögn Skúla má sj á, aS hún
hefur ekki svo sjaldan reynt þaS:
Já, hún varÖ ólétt eftir einhvern strák frá Patreksfirði. Svo datt hun og missti
það ... Hún hefði misst þaÖ þó hún hefði ekki dottið, sagði ljósmóðirin. Hún
var ekkert nema skinin beinin; át ekki neitt. Svo trúlofaðist hún öðrum, en
sagði honum upp ... Þau voru samt saman eftirað þau tóku niður hringana.
Hún sagði Onnu systur að hún vildi eignast bam með honum. (2:37-38)
I þessu sambandi má einnig benda á Jónu vinkonu Ingu, sem á
tvö börn hvort meS sínum manninum (2:289) og ekkjuna Kristínu,
sem Skúli heldur viS, og á fimm börn meS þremur mönnum. (2:27)
Allar þessar konur verSa aS giftast, eSa a. m. k. aS búa meS karl-
manni, sér til halds og stuSnings. Af þessu leiSir, aS hjónaband,
eSa þess ígildi, er þaS eina samhúSarform sem möguleiki er gefinn
á í þessari sögu:
Fín stelpa hún Magga systir. Hún hefði átt þaö skiliÖ að fá aÖ lifa lengur -
og með einhverjum öðrum en honum Valla. (2:37)
Þetta er Skúli látinn segja um systur sína, og sama skoSun kemur
fram í viSbrögSum Kjartans, þegar Gunnar segir honum frá ást
sinni á Ericu:
- Afhverju giftið þið ykkur ekki? (2:152)
Allar konur í sögunni eru giftar eSa í þann veginn aS giftast. Þeir
fáu karlmenn sem eru ógiftir, eru annaShvort geSveikir, eins og
Hallgrímur BöSvarsson, shr. „sjúkdómssögu“ hans, (2:153-166),
eSa þaS er gefiS í skyn, aS þeir séu kynvilltir. Alveg þar til Gunnar
giftir sig finnst honum „ungir menn fallegri en ungar konur“
(2:312), og ástæSan fyrir hræSslu móSur hans um hann er þessi: