Skírnir - 01.01.1975, Síða 94
92
HELGA KRESS
SKÍRNIR
og Ung kona og ein í stórri íbúð, en kaflar þar sem eingöngu karl-
menn koma við sögu nefnast 1 upphafi var andinn, Mikilvœgi frum-
legrar hugsunar, Hugmynd, Vald og máttur, Menningin enn, Komm-
ar og kommar o. s. frv. En fyrir utan það kyn- og móðurhlutverk
kvenna sem fyrirsagnirnar bera með sér, skín þar í gegn þjónustu-
hlutverk þeirra og staða sem þiggjenda.
Það er einkennandi fyrir frásagnarmunstur hókarinnar að karl-
menn eru gerendur, og geta þeir haft samband við hvaða persónu
sem er. Konur eru hins vegar þolendur, og þær tala hver við aðra.
Sem gott dæmi um þetta má taka orð Kjartans: „ég þekki stelpu sem
þekkir konu sem þekkir konu sem ...“ (2:243) Þegar konur fá upp-
lýsingar á eigin spýtur er það frá konum. Móðir Kjartans fær að
vita um æviatriði Ingu, af því hún er „í saumaklúbb með konu sem
átti systur ...“ (2:111), og heimildir Ingu eru konur, sbr. t. a. m.:
„það segir hún Jóna“ (2:65) og „hún Anna sagði mér ...“ (2:66)
Á sama hátt er staður karlmanna allur heimurinn, en staður
kvenna heima. Konur eru yfirleitt alltaf á sínum stað, þegar karl-
menn þurfa á þeim að halda. Þá sjaldan þær eiga erindi af bæ, er
það til að hitta aðrar konur, fjölskylduna eða kærastann. Þegar
móðir Kjartans fer út, er það á spítala til að deyja.
Eina konan sem fer út fyrir landsteinana - fyrir utan þær sem
fara á taugahæli - er Ólöf, og þá til að grennslast fyrir um nám son-
ar síns. Frásögnin af dvöl hennar í London er um leið dæmigerð
fyrir þiggjendastöðu kvenna í bókinni. Þrátt fyrir ættgöfgi hennar
og ráðríki er hún þar algerlega á vegum sonar síns, og hamingja
hennar er á valdi hans:
Hann fór með hana út afS borða, hann fór með hana í leikhús og sýndi henni
borgina. Umhyggja hans var svo mikil og framkoman svo fullkomin, að móðir
hans varð að taka sig á hvað eftir annað til að líta nú aftur út einsog hún
væri sár, hneyksluð og hefði áhyggjur af framtíð sonar sfns, en ekki einsog
hún lifði mestu hamingjudaga lífs síns. (111)
Á þennan hátt lifa konur í skugga karlmanna og eru sífelldir
þiggjendur þeirra. Þeim er lýst í afstöðu við þá og skortir öll bein
tengsl við það samfélag sem þær lifa í. Þær hafa heldur enga sam-
félagsvitund og taka aldrei þátt í umræðum sem snerta höfuðvið-
fangsefni hókarinnar. Annaðhvort eru þær látnar reyna að eyða
slíkum umræðum, eða segja eitthvað út í bláinn.