Skírnir - 01.01.1975, Síða 96
94
HELGA KRESS
SKÍRNIR
það til að sýna falska meðvitund þeirra bæði um sj álfar sig og sam-
félagið. Og það er athyglisvert, að í þessari þjóðfélagsádeilu hefur
ekki ein einasta kona neitt við þjóðfélagið að athuga. T. a. m. segir
móðir Kjartans, sem þó er dóttir verkalýðsleiðtoga:
Það er ekki heimurinn sem er óréttlátur, þaS er bara þú sem ert kominn inná
einhverjar villigötur. (131)
Sama máli gegnir um Ingu, lífsreyndustu konu bókarinnar. Henni
er ekki aðeins lýst sem gjörsneyddri allri samfélagsvitund, heldur
einnig algerlega ábyrgðarlausri. Það er Kjartan sem hefur áhyggjur
af fjármálum þeirra, en hún leiðir þau hjá sér:
- Æ, þetta blessast einhvernveginn, sagði Inga. Eigum við ekki að tala um
eitthvað annað?
- Nei, það blessast ekkert einhvernveginn, sagði Kjartan.
- Þú reddar þessu þá, sagði hún. Þú reddar öllu. (2:131)
Eina ráð hennar við vandanum er að bíða eftir óvæntum arfi frá
óþekktum frænda í Ameríku, og henni lízt ekkert á uppástungu
Kjartans um að þau verði að fara að spara:
- Það verður ekki nærri eins gaman hjá okkur ef við verðum að fara að
spara. (2:132)
Eins og aðrar kvenpersónur í Gunnciri og Kjartani er Inga alveg
háð því að henni sé hjálpað af karlmönnum. Kjallarann sem hún
býr í fyrst, hefur Skúli útvegað henni, og þegar henni er fleygt það-
an út, stendur hún á götunni „með krakkaskara í kringum sig og
vissi ekkert hvað hún átti að gera“. (2:65)
Hún er þó ekki látin leita til Jónu vinkonu sinnar, sem ef til vill
hefði legið beinast við, heldur bíða eftir að Skúli komi í land. Skúli
skilur, að hún þarf á aðstoð karlmanns að halda, og biður Kjartan
fyrir hana:
... þá þætti mér vænt um ef þú vildir hjálpa henni frænku minni - þó ekki
væri nema til að fá leigt einhversstaðar herbergi. (2:66)
I íbúðarleitinni er það Kjartan sem leggur á ráðin. Hann kaupir
Vísi, hann hringir og talar fyrir hana, og hann borgar húsaleiguna:
Þegar Hallgrímur kom niður stigann rétti liann Ingu kvittunina og lyklana
og tók um leið við peningunum af Kjartani. (2:75)