Skírnir - 01.01.1975, Page 98
96
HELGA KRESS
SKÍRNIR
Skólanám hennar hefur heldur engan tilgang í bókinni, og það er
aldrei imprað á því, að það gæti orðið henni að hagnýtum notum
við að vinna fyrir sér. Aftur á móti fer fram mikil umræða um
skólanám Kjartans og ákvörðun hans um að hætta í skóla. Hvort
Aslaug lýkur nokkurn tíma sínu námi, þegir sagan alveg um.
Þegar Áslaugu vantar vasapeninga, dettur henni ekkert annað í
hug en að taka að sér húsverk - og ekki einu sinni í öðrum húsum,
heldur heima hjá sér. Hún fer fram á það við móður sína, „að hún
fengi að vinna öll þau verk sem húshjálpin vann og fá fyrir það
sama kaup“. (163) Aðrir möguleikar til vinnu virðast ekki koma til
greina fyrir stúlku í verzlunarskóla. Þetta viðhorf til atvinnumögu-
leika Áslaugar er einnig einkennandi fyrir viðhorf sögunnar til at-
vinnu kvenna yfirleitt. Heimilisstörf eru þau einu störf sem konur
geta unnið.
Ótal smáatriðalýsingar af heimilis- og þj ónustustörfum kvenna
eiga eflaust að gegna þeim tilgangi að fylla upp í veruleikalýsing-
una. En þær eiga meir skylt við natúralisma en raunsæi. I þeim
kemur aldrei fram nein gagnrýni, heldur er þjónustuhlutverkinu
lýst sem sjálfsögðu. Karlmenn eru aldrei látnir hreyfa við húsverk-
um af neinu tagi, en láta oft konur þjóna sér meðan þeir ræða
heimsmálin. Sagan úir og grúir af dæmum sem þessum:
Á meðan þeir biðu eftir aS Ólöf bæri matinn á borðiS, sagSi hann Kjartani
frá því hvernig þaS var aS vera í Menntaskólanum í heimsstyrjöldinni fyrri.
(180)
Móður Kjartans er varla lýst öðruvísi en þjónandi karlmönnum
fjölskyldunnar, og er um leið gjarnan gerð að algerum þiggjanda
þeirra á andlega sviðinu. T. a. m. í þessari lýsingu af henni, þar
sem hún er að þj óna Kj artani og hann les yfir henni á meðan:
- MaSur á aldrei aS skammast sín fyrir neinn, sagSi hann þegar hún hafSi
hellt á könnuna og smurt honum brauS.
Hún horfSi á hann spyrjandi. (2:83)
Hlutverk hennar í þjóðfélaginu er tvenns konar. Hún er móðir,
og hún er vinnukona. I bréfi til hennar á banasængina segir Kjartan
m. a.:
Ég þakka þér mamma mín, þaS varst þú sem gafst mér lífiS. Og þú hefur
alltaf viljaS mér vel. Þú hefur alltaf haft trú á mér. (2:304)