Skírnir - 01.01.1975, Qupperneq 100
98
HELGA KRESS
SKÍRNIR
Gunnar og Iíjartan gerir hvergi ráð fyrir að kona geti unnið fyr-
ir sér, eða eigi að gera það. Vinna Ingu, sem er eina útivinnandi
kvenpersóna bókarinnar, er dæmigert bráðabirgðastarf. Það er
álitið sjálfsagt, að hún hætti að vinna, eftir að hún eignast harnið,
og er slíkt stórmál, sem atvinna kvenna hefur verið í þjóðfélagsum-
ræðum síðasta áratugar a. m. k., hafið yfir alla umræðu í þessari
bók. Það er hlutverk karlmanna að vinna fyrir konum og hörnum,
eins og fram kemur í áhyggjum Kjartans af því, hvort hann muni
reynast „maður til að framfleyta henni og barninu“. (2:46) Engin
persóna bókarinnar er nokkurn tímann látin efast um réttmæti slíkr-
ar hlutverkaskipanar. Framfærsla karlmanna, sem og hlutur þeirra
í atvinnulífinu, er öllu heldur gerð að karlmennskutákni og látið
sýna yfirburði þeirra.
Samband Ingu við starf sitt sýnir það sama. Henni er lýst sem
mjög óstöðugri í vinnu, og er þannig alið á þeirri borgaralegu hug-
myndafræði að konur séu bæði ónýtur og óstöðugur vinnukraftur.
Þetta kemur t. a. m. fram í því, að Skúli veit ekki, hvar Inga vinn-
ur, „taldi sennilegast að hún væri í einhverju frystihúsinu“ (2:245),
og einnig í ummælum kunningj akonu hennar í mj ólkurbúðinni, „að
Inga ynni í kjötbúð hjá Sláturfélagi Suðurlands; allavega hefði hún
verið þar fyrir nokkrum dögum“. (2:45) Inga er ekki látin hafa
neinn metnað í starfi sínu, og eftir lýsingu bókarinnar að dæma er
hún algerlega óhæf í það. Hún hefur enga vöruþekkingu og kann
ekki að reikna, sbr. orð Kjartans um þekkingu hennar á lifur og
margföldunartöflu:
Eg get hugsað mér að hjálpa grindhoraðri stelpu í kjötbúð sem er svo fá-
fróð að hún veit ekki að það er járn í lifur og er fyrir löngu farin að ryðga í
margföldunartöflunni. (2:100)
Til samanburðar má benda á lýsingar á karlmönnum í alþýðu-
stétt, sem bæði kunna sitt fag og hafa skýra stéttarvitund (Skúli,
Boggi, Siggi, Ari). Og í umræðu bókarinnar um stéttaharáttu og
kjör verkafólks eru - í samræmi við þetta viðhorf - eingöngu tekin
dæmi af karlmönnum. Konur tilheyra í rauninni ekki stétt.
Á sama hátt er gengið fram hjá konum í umræðu um menntun.
í lýsingunni á mennta- og listasnobbi menntaskólanema eru þær
ekki taldar með, og þar með að engu höfð sú staðreynd, að konur