Skírnir - 01.01.1975, Page 102
100
HELGA KRESS
SKÍRNIR
Konur eru ekki menntafólk, og því ekki teknar með þegar það er
gagnrýnt. Menntaskólastúlkur eru „menntaskólaskvísur“ (63) og
eingöngu nefndar í sambandi viS kyn eSa samkvæmislíf.22 Benda
má á lýsingarnar á Brynju og Sísí, sem þykir „öll kvæSi svo leiSin-
leg“ (47) og heldur „aS Rimbaud væri nafn á dansi sem líktist
samba“. (40) Einnig orS Kjartans:
Þeir [o: kunningjarnir] hefðu strax séð að hún Inga er ekki einsog stelpurnar
f skólanum. Hún klæðir sig öðruvísi. Hún gengur öðruvísi ... (2:53-54)
Notkun sögunnar á menn og fólk undirstrikar þetta viShorf. Menn
merkir karlmenn og tilheyrir menntunarsviSinu. Þegar er aftur á
móti ekki talin ástæSa til aS ganga fram hjá konum er talaS um
fólk. Ég tek hér nokkur dæmi:
í Menntaskólanum, sem þá taldi um þúsund nemendur, urðu slíkir stóráhuga-
menn aldrei fleiri en í mestalagi tuttugu. (15)
Hann var síblankur og gat þess vegna ekki stundað böll og sullað með vín að
staðaldri einsog þá var orðið nokkuð algengt hjá ungu fólki á þessu reki. (16)
- Þið haldiS aS þaS sé allt í bókum, sagði Kjartan. En ég get bara sagt ykkur
að það eru takmörk fyrir þekkingu manna. Það er til dæmis ekki nein full-
nægjandi skýring á því hversvegna fólk þarf að sofa. (2:58)
Menn sjá vanalega hlutina í réttu ljósi þegar líf þeirra hangir á bláþræði. Þeir
fetta þá ekki fingur útí það þó læknar hafi góðar tekjur ... Þeir sjá það já-
kvæða: þarna eru menntaðir menn sem bjarga lífi fólks. (2:250)
Eins og einkunnarorð fyrir þjóðfélagslegu stöðuleysi kvenna í
Gunnari og Kjartani, jafnt í menningarmálum sem atvinnulífi,
standa eftirfarandi orS Skúla viS Kj artan:
Hefurðu nokkurntíma verið á sjó áður? Nei, ég vissi það. Eg sé það nefni-
lega á augunum í mönnum hvort þeir hafa verið til sjós eða ekki. Alveg einsog
ég sé það á augunum í kvenfólkinu hvort þær eru hreinar meyjar eða ekki.
(2:13)
Eins og áSur er getiS, eru konur ekki taldar meS stéttum. Staða
allra þeirra vinnukvenna og húshjálpa sem bókin nefnir, hangir í
lausu lofti. Þótt skýrt komi fram að Inga hafi „lítið kaup“ (2:76),
sem ekki einu sinni nægir lítilli fjölskyldu til framfærslu (2:131),
er það ekki til að benda á, að konur sem hún hafi of lág laun. A því
hefur þjóSfélagsumræða bókarinnar ekki áhuga.