Skírnir - 01.01.1975, Page 106
104
HELGA KRESS
SKIRNIK
Þessi maður var sjaldgæf undantekning ... Og í ljósi þessarar sögu ættir þú
að geta séð hvort þú ert hugaður eða huglaus. Hvort þú ert undantekningin
eða reglan. (2:233)
Það er sem sagt þetta sem skiptir meginmáli, og sigur Kjartans
er fólginn í því að hann hefur kjark til aS leita aS sjálfum sér,
vera hann sjálfur. ÞaS ætti aS vera óþarft aS benda á, aS þessi vandi
er konum bókarinnar meS öllu ókunnur.
HugmyndafræSi karlmennskunnar fylgir lítilsvirSing á konum.24
Og þaS er því ekki tilviljun, aS í Gunnari og Kjartani er engin já-
kvæS kvenlýsing. A yfirborSinu markast viShorf til kvenna af stétta-
sjónarmiSum. Konur af borgarastétt eru fyrirlitnar bæSi vegna stétt-
ar sinnar og kyns, og er þannig lýst meS sýnilegri andúS. En kven-
hatur sögunnar kemur ekki síSur fram gagnvart konum af alþýSu-
stétt, og þeim mun skýrar þar sem sagan heldur í orSi kveSnu fram
hlut alþýSunnar.25
Fulltrúi alþýSunnar í bókinni á vafalaust aS vera Inga, sbr. t. a.
m. orS Gunnars: „Ingurnar eru margar, Ingurnar eru legíó“.
(2:231) Og Kjartan lýsir því yfir, aS sér þyki „vænt um hana sem
manneskju”:
Skilurðu það? Það er manneskjan sem skiptir máli. Manneskjan! (2:235)
ÞaS er hins vegar erfitt aS sjá viS hvaSa rök í lýsingu Ingu þessi
væntumþykja á aS stySjast. Af öllum kvenpersónum bókarinnar
er hún aS vísu sú eina sem sýnir smáuppreisn, en uppreisnina gerir
hún ekki gegn samfélaginu, heldur persónulega gegn Kjartani og
meS annan karlmann aS bakhjarli:
Gat hann annað en dáðst að því að hún skyldi hafa gert þetta? Var það ekki
eitthvað svipað sem hann hafði alltaf óskað sér að hún hefði gert í upphafi?
Gefið honum á hann fyrir það hvernig hann hafði verið? Kannski langar mig
til að slá, það hafði hún sagt á mánudaginn. Og hún hafði átt við hann, þó
hann hefði ekki skilið það þá. Og nú hafði hún slegið. (2:291-292)
Eins og áSur er getiS er fáfræSi hennar gerS yfirgengileg, og
aldrei sýnir hún neinn áhuga á því aS læra og bæta úr því. Einnig
er erfitt aS sjá hvaSa tilgangi sóSaskapur hennar á aS þjóna. Er al-
þýSan svona yfirleitt, aS mati höfundar? Benda má á lýsinguna af
því þegar Kjartan vaknar upp heima hjá henni „á gömlum bedda í
dimmu kj allaraherbergi sem sennilega hafSi ekki veriS málaS síS-