Skírnir - 01.01.1975, Page 107
SKÍRNIR
KVENLYSINGAR OG RAUNSÆI
105
ustu tuttugu árin“, og við honum blasir „ferðataska með fata-
hrúgu“:
Það leyndi sér ekki að hér bjó einhver hirðulaus með lítil auraráð. Og tak-
markaðan myndlistarsmekk. Aðeins ein mynd var á veggjunum: Elvis Presley
klipptur útúr erlendu vikuriti. (2:28)
Inga kann ekki að þvo sér almennilega (2:119) hvað þá að hafa
hreint í kringum sig. Hún verður að fara á hótel til að „sofa við
hrein rumföt“ (2:78), og pabbi hennar er látinn sofa á „skítugri
dýnu útí horni“. (2:241) Það má ef til vill einnig telja það til
sóðaskapar, að alþýðukonur bókarinnar eru ekki aldeilis látnar
vera vandar að barnsfeðrum sínum. T. a. m. kemur það á daginn að
óvíst er um faðerni að barni Ingu (2:296), og Jóna er svo djúpt
sokkin að eiga barn með Bandaríkjamanni af Vellinum. (2:289) 26
Fyrirlitning á konum af borgarastétt (og millistétt) er augljós og
opinská, eins og t. a. m. má sjá á lýsingum Olafar, ekkjunnar Guð-
rúnar frænku hennar og Þorgerðar móður Kjartans. Andúðin á al-
þýðukonum liggur dýpra og verður að lesa sig til hennar. Oft kem-
ur sagan upp um sig í máli og stíl. Sem dæmi má taka eitt smáatriði
í sögu Hallgríms. Skýrt hefur verið frá því, að Hallgrímur teldi, „að
það ætti ekki fyrir sér að liggja að vinna hylli konu“ (2:154), og
um þetta er eiginlega saga hans. En svo er — eins og í framhjá-
hlaupi - sagt frá því að þeir feðgarnir hafi ráðið til sín „húshjálp,
ekkju á besta aldri, sem brátt gerði sér dælt við Hallgrím og eignað-
ist síðar með honum barn“. (2:159) Frá þessu er sagt athugasemda-
laust og í aukasetningu í langri sögu. Húshjálpin fellur ekki undir
„konu“ í setningunni „að vinna hylli konu“, enda er það ekki hann
sem vinnur hylli hennar, heldur hún sem gerir sér dælt við hann. Að
stöðu hennar eða barnsins er síðan ekki vikið meir.
I Gunnari og Kjartani fara fram þó nokkrar umræður um hlut-
verk bókmennta og til þeirra gerðar kröfur, sem tengja má beint við
raunsæiskenningar LukScs, og fyrrnefnda grein Vésteins um þær.
I þessum orðum Skúla kemur bæði fram kenningin um framvinduna
og skírsluna:
Hafiðið ekki tekið eftir því hverskonar fyrirmyndum er alltaf haldið að svona
fólki einsog okkur? Maður er varla farinn að tala þegar það gengur maður
undir manns hönd til að segja manni frá Jesú Kristi, Gunnari frá Hlíðarenda
og öðrum álíka ... en það er dálítið undarleg tilviljun að maður skuli næstum