Skírnir - 01.01.1975, Page 109
SKIRNIU
KVENLYSINGAR OG RAUNSÆI
107
- Og ertu það núna?
- Já, sagði hann hikandi. Eg held það. En ef ég er það ekki, þá á ég eftir
að verða það. Og þú líka.
- Ég? sagði hún. Ég verð aldrei neitt annað en það sem ég er. (2:264)
Og á öðrum stað segir hún:
- Ég er ekki neitt, en mér er alveg sama: ég vil ekki vera neitt annað en
það sem ég er. Mig langar bara til að hafa það rólegt, kannski með einhverjum
sem þykir vænt um mig. (2:109)
Þegar talað er um breytingu Aslaugar, er það í samræmi við aðra
lýsingu hennar:
- Þú hefur breyst, sagði Kjartan. Þú ert ekki falleg á sama hátt og ... í vet-
ur sem leið. En þú ert falleg samt. (2:281)
Þar sem konur eru álitnar staðnaðar, getur þjóðfélagsumræða
bókarinnar engan veginn átt við þær, enda kemur það viðhorf hvað
eftir annað skýrt fram, að samfélagið samanstandi af karlmönnum
einum. Þessu fylgir, að bókin er ekki heldur ætluð öðrum en þeim
til lestrar. Þj óðfélagsspillingin er karlmönnum að kenna, það eru
karlmenn sem verða fyrir barðinu á skipulaginu, og það er karl-
manna að bæta það. Allar dæmisögur bókarinnar svo og samlíking-
ar styðja að þessu viðhorfi og beina þar með máli sínu til karl-
manna eingöngu. Um þetta eru fjöbnörg dæmi, eins og reyndar má
sjá í mörgum þeirra tilvitnana sem þegar hafa verið tilfærðar. Að
lokum verður hér bent á eina slíka samlíkingu sem sýnir þetta eins
og í hnotskurn, og þannig að ekki verður um villzt.
Eftir að drykkjusjúklingurinn faðir Ingu hefur kallað hana „fjól-
una sína“ og ásakað Kjartan fyrir að hafa stolið henni frá sér
(2:236), er samlíkingin færð yfir á samfélagið allt í þessum álykt-
unarorðum Kjartans við Pál:
ÞaS er manneskjan sem skiptir máli. Þú og ég og gamli maðurinn sem kom
og sló okkur í magann og kallaði okkur ræningja af því við vorum búnir að
stela fjólunni hans. Við skiptum máli. (2:240)
Þessi orð má jafnvel telja ályktunarorð bókarinnar. Það er
manneskjan sem skiptir máli. En manneskjan er bara þú og ég og
gamli maðurinn; við eru sama og þeir. Hún, fjólan, er ekki talin
með.