Skírnir - 01.01.1975, Síða 110
108
HELGA KRESS
SKÍRNIR
VII
I þessari athugun hef ég leitazt við að draga fram þaS kvenviS-
horf sem liggur til grundvallar kvenlýsingum Gunnars og Kjartans,
og einnig aS sýna fram á afleiSingar þess fyrir raunsæi sögunnar.
Skulu meginatriSin dregin hér saman í lokin.
HvaS varSar hlutverkaskiptingu kynja í þjóSfélaginu viSurkenn-
ir Vésteinn LúSvíksson þá borgaralegu hugmyndafræSi sem hann
annars ræSst gegn. I bók hans er konum hvorki lýst í þjóSfélagslegu
samhengi né sem hlutum í þjóSfélagsheild. Hana vantar heildarsýn,
og í henni er engin dæmigerS kvenpersóna. Höfundur gerir sér ekki
grein fyrir aS um stéttaskiptingu þjóSfélagsins verSur ekki fjallaS
án kynskiptingar þess, og sú þjóSfélagsmynd sem hann gefur, getur
því ekki orðiS annaS en röng.
Raunsæi í kvenlýsingum er því forsenda fyrir raunsæi bókmennta-
verks í heild, alveg eins og vitund um raunverulega stöSu kvenna í
þjóðfélaginu er forsenda réttrar þjóðfélagsgreiningar.
1 Um Georg Lukács og raunsæiskenningu hans, sjá einkum rit hans Balzac
and der französische Realismus, Berlin (Aufbau-Verlag) 1952. Einnig
grein hans „Es geht um den Realismus" í Probleme des Realismus, Berlin
(Aufbau-Verlag) 1955. Aðgengileg úrvöl af þýddum greinum eftir Lukács
eru Kunst og kapitalisme, Kbh. 1971, og Realisme, Oslo 1975.
Á það ber að benda, að raunsæi Lukács á ekkert skylt við svokallaða
raunsæisstefnu í bókmenntum. Bókmenntir „raunsæisstefnunnar“ þurfa
ekki að vera raunsæjar skv. Lukács, sem telur t. a. m. Zola óraunsæjan
höfund.
2 Hugmyndafrœði nota ég í marxískri merkingu og í skorti á öðru betra fyrir
alþjóðaorðið „ideologi" um viðtekin og stöðnuð viðhorf þjóðfélagsins and-
stætt veruleika þess.
3 Halldór Laxness leggur nákvæmlega sömu merkingu í raunsœi og Lukács,
þótt hann skilgreini það ekki jafn nákvæmlega. Hvað eftir annað má sjá
að raunsæið er honum mælikvarði listar, (sjá t. a. m. „Persónulegar minnis-
greinar um skáldsögur og leikrit“, Upphaf mannúðarstefnu, Reykjavík
1965, einnig fyrirlesturinn „Vandamál skáldskapar á vorum dögum“, Dagur
í senn, Reykjavík 1955, en þar segir m. a.:
„Raunsæisstefna er í mínum augum ekki heldur sérstakt form; hún get-
ur verið öll form; hún er umfram alt listastefna eða bókmenta sem hefur
áhrif á veruleikann af því hún á rætur sínar í veruleikanum og sinnir þar
ákveðinni þörf; listastefna sem hefur áhrif á öldina af því hún tjáir öldina,