Skírnir - 01.01.1975, Page 111
SKÍRNIR KVENLÝSINGAR OG RAUNSÆI 109
andlit aldarinnar, sál aldarinnar, þjáníngu aldarinnar, þrá aldarinnar."
(203)
Hjá honum koma einnig fram sömu skoðanir á natúralisma og módern-
isma, sbr. neikvæð ummæli hans í nefndum fyrirlestri um „Ijósmyndaraun-
sæi“ og „tískubókmentir".
4 Juliet Mitchell, ÍFoman’s Estate, New York 1971.
3 Um konur sem „hitt kynið“, sjá undirstöðuritið Le deuxieme sexe, Paris
1949, eftir Simone de Beauvoir. Ensk útgáfa The Second Sex, Penguin
1972.
6 Einkum eru það konur sem þannig taka fyrir hlutverk kvenna í verkum sín-
um. Frá kvenréttindabaráttu 19. aldar má t. a. m. benda á Amalie Skram í
Noregi, Victoria Benedictson í Svíþjóð og Virginia Woolf í Englandi. Einn-
ig einstök verk karlrithöfunda, svo sem leikrit Ibsens Hedda Gabler og Et
dukkehjem.
7 Pil Dahlerup, Litterœre kpnsroller, Khh. 1973. Þetta er hið eina sem ég veit
til að gefið hafi verið út um aðferð við bókmenntalega könnun á hlutverk-
um kynjanna. Stofninn að bókinni birtist í tímaritinu Kritik, 22 (1972).
Aðferð hennar, þar sem gengið er út frá þessum sjö liðum í „patriarkale
fiktionsm0nstre“, er mjög góð svo langt sem hún nær, og verður að miklu
leyti stuðzt við hana hér. Það sem mér finnst einkum ábótavant er, að
hana vantar þjóðfélagslega vídd, og í öðru lagi er ekki spurt um höfundar-
afstöðu. Lýsingar á persónum, og hvað þær gera og segja, þurfa út af fyrir
sig ekki að segja neitt um viðhorf (norm) verksins. Það er afstaða höfund-
arins í verkinu til efnisins sem skiptir máli. Þetta er ákaflega mikilvægt
atriði sem oft hefur ekki heldur verið gaumur gefinn í íslenzkri bók-
menntarýni. Um höfundarafstöðu vísast til Wayne C. Booth, The Rhetoric
of Fiction, Chicago 1961, og nýútkominnar bókar eftir sama höfund, A
Rhetoric of Irony, Chicago 1974.
8 Af viðtali við höfundinn í Tímanum 1. desember 1972 má ráða, að Gunnar
og Kjartan hafi verið samin um og eftir 1970. Snemma á því ári hófu
rauðsokkur skipulega starfsemi, og á þingi var lögð fram tillaga um rann-
sókn á jafnrétti kynjanna. Bækur Svövu Jakobsdóttur, Tólf konur, Veizla
undir grjótvegg og Leigjandinn voru allar komnar út, en leikrit hennar
Ilvað er í blýhólknum? var sýnt á sviði og í sjónvarpi 1971.
9 Sjá t. a. m. ritdóma Ólafs Jónssonar í Vísi 23. nóvember 1971 og 30. nóv-
ember 1972. Mun lofsamlegri eru þó ritdómar Árna Bergmanns í Þjóðvilj-
anum 20. nóvember 1971 og 5. desember 1972.
Hin bókin sem lögð var fram þetta ár var leikritið Dómínó eftir Jökul
Jakobsson. Læt ég öðrum eftir að gera könnun á hlutverki kynjanna þar.
10 Sbr. ritdóm Ólafs Jónssonar í Vísi 23. nóvember 1971. En það er óefað frá-
sagnarhátturinn sem hefur vegið drýgst við gildismat gagnrýnenda á sög-
unni, sem virðast hafa litið á hann sem frumlegt og tímabært andóf við ráð-
andi stefnum. I nefndum ritdómi þykir það eftirtektarvert að höfundur