Skírnir - 01.01.1975, Page 115
W. M. SENNER
Messíasarþýðing Jóns Þorlákssonar
ÞÝðing Jóns Þorlákssonar á Paradísarmissi Miltons aflaði höfundi
frægðar og viðurkenningar þannig að hann hefur skipað öruggan
sess í íslenskum bókmenntum í hálfa aðra öld. Skáld og fræðimenn
hafa verið örlátir á hrósið fyrir þessa stórkostlegu þýðingu, og er
það verðskuldað, sérstaklega þegar haft er í huga að þýðingin var
gerð á tímum þegar menn leituðu ákaft, en oft með takmörkuðum
árangri, að nýjum leiðum í skáldlegri tjáningu. Hver er sá íslensku-
nemandi, sem ekki kannast við hin frægu orð Bjarna Thorarensens,
„Heill sértu mikli Milton íslenzkra! “1 Aðdáunarorð Gísla Brynjólfs-
sonar tjá hug margra yngri skálda, þegar hann segir:
Eg hef verið að lesa hér og hvar í Miltons „Paradísarmissir“ séra Jóns í dag
og er eg albúinn með fyrstu bókina. Eg skammast mín að hafa ei lesið það
kvæði fyrr, því sé nokkuð tignarlegt og alvarlegt, þá er það það, og lækkar
aldrei eða niðurlægir sjálft sig ... Eg varð nú reglulega að stunda þessa bók
og biblíuna, því alla hina föstu minnisvarða menntanna eiga menn vel að
þekkja, „standhöfundana“, sem aldrei eldast.2
I íslenskri bókmenntasögu skipar Paradísarmissir veglegan sess.
En óvíða er minnst á síðustu og mestu þýðingu Jóns, Messías. Enda
þótt þetta viðamikla verk sé helmingi lengra en Paradísarmissir
(tuttugu söngvar í Messíasi, tíu bækur í Paradísarmissi) og auk
þess ort á erfiðustu tímum á æfi Jóns, hafa skáld og gagnrýnendur
yfirleitt verið mjög sparir á hrós um skáldlegt gildi Messíasar. Eina
ástæðu til þessa áhugaleysis er sennilega að finna í ummælum Jóns
sjálfs, er hann hafði við Ebenezer Henderson, þá er Jón var að
vinna að þýðingunni. Henderson, sem var skoskur kristniboði, ferð-
aðist víða um ísland árið 1814 og segir svo frá heimsókn sinni að
Bægisá, að Jón hafi „viðurkennt, að sjer væri ómögulegt að ná svo
vel flughæðum þess skálds sem sjer hefði tekist að fylgja Milton á
8