Skírnir - 01.01.1975, Page 116
114
W. M. SENNER
SKÍRNIR
fluginu .. .“3 Af ummælum Þorgeirs GuSmundssonar í útgáfu
Messíasar frá árinu 1838 virðist auðsætt, hve Jóni er farið að fara
aftur. Þar segir:
Jafnvel þótt Félagið hafi viljað vanda útgáfuna sem best, og seinni hlutinn
eða þær 12 seinustu bækurnar hafi verið við leiðréttíngu prófarkanna gjör-
samlega samanbornar við þýzka textann, þá finnast þó, því miður! fleiri prent-
villur í henni enn skyldi .. ,4
Þannig gefa söngvarnir sem seinast voru út gefnir engan veginn
rétta mynd af þýðingu séra Jóns.
Þrátt fyrir þá meðferð sem síðustu 12 söngvarnir fá, eru fjöl-
margir kaflar í fyrstu söngvunum sem sýna yfirburða hæfileika Jóns
sem þýðanda. Og þar koma fyrir hragarháttur og skáldlegar mynd-
ir sem eru forboði þróunar sem átti sér stað í íslenskri ljóðlist á
nítjándu öld og náði fullum þroska í verkum stórskálda eins og Jón-
asar Hallgrímssonar, Gríms Thomsen og Einars Benediktssonar.
Tildrögin að fyrstu söngvunum í þýðingunni hafa, svo ég viti,
ekki enn orðið ljós fræðimönnum um íslenskar bókmenntir á nítj-
ándu öld. Þetta stafar að nokkru leyti af skorti á upplýsingum um
heimildir séra Jóns við þýðingu sína. Yfirleitt hefur verið gengið
út frá því að Jón hafi stuðst við eina þýska útgáfu, síðustu útgáfu
Klopstocks á Der Messias, árið 1799. Sannleikurinn er sá, að Jón
notaði ekki síðustu útgáfu Klopstocks, heldur studdist hann við
tvær mismunandi og mjög svo ólíkar útgáfur. Þróun málsins var
sem sér segir: Um það bil 1807, eftir að Jón hafði sæst við vel-
gjörðamann sinn Magnús Stephensen, forustumann íslensku upp-
lýsingarstefnunnar, gaf Magnús Jóni eintak af fyrstu þrem söngv-
um Der Messias, sem birst höfðu árið 1748 í einu fremsta tímariti
þýsku upplýsingarstefnunnar, Die Bremer Beitrage. Það var eftir
þessa útgáfu af Der Messias að Klopstock hlaut ahnenna viðurkenn-
ingu og frægð í Þýskalandi, og jafnframt varð þessi útgáfa upp-
haf að nýrri öld í þýskum bókmenntum sem náði hámarki í skáld-
skap Goethes og Schillers.
Vandalaust var að komast yfir þá 17 söngva sem eftir voru af
þýsku heildarútgáfunni, þar sem Magnús ætlaði í siglingu til Dan-
merkur síðla sumars sama ár. (Hann kom til Kaupmannahafnar í
október 1807). Þegar Magnús kom heim frá Kaupmannahöfn hefur
hann án efa komið með útgáfuna frá 1780 af Der Messias. (Klop-