Skírnir - 01.01.1975, Page 117
SIÍÍRNIR MESSÍASARÞÝÐING JÓNS ÞORLÁKSSONAR
115
stock hafði dvalið nær tuttugu ár æfi sinnar í Kaupmannahöfn
(1751 til 1770) og þar orti hann meiri hluta Der Messias). Jón not-
aði þessa útgáfu til að gera fjöhnargar mikilvægar breytingar á
þýðingu sinni á fyrstu þrem söngvunum og til að ljúka við þýðing-
una, sennilega á árinu 1818.
Þessi tildrög að þýðingu Jóns á Der Messias sýna hve ótrúlega
fljótt honum vannst þýðingin. Þrátt fyrir að hann var kominn á
efri aldur, ætti oft við vanheilsu að stríða og skorti tíðum pappír,
lauk Jón við þessa þýðingu á skemmri tíma en þýðinguna á Para-
dise Lost, og er það þó helmingi styttra verk en Der Messias.
Vandamálin sem Jón stóð andspænis við þýðingu þessa opus
magnum Klopstocks voru gífurleg og að sumu leyti óyfirstíganleg.
Lengd þýska kvæðabálksins var í sjálfri sér óárennileg. Mestur
vandi Jóns var þó sá, að snúa bragarhætti og stíl Klopstocks á ís-
lenska tungu samtíðar. Þvílíks átaks hafði ekki verið freistað í sögu
íslenskra hókmennta síðan við útgáfu Guðbrandsbiblíu, og lausn
Jóns á vandanum varð til þess að fram komu mikilvægar nýjungar
í íslenskri ljóðagerð.
Hátturinn á þýska frumritinu var hexametrum, sexliðaháttur.
Háttur Klopstocks var frábrugðinn sígildum hexametrum Hómers,
sem einkenndust af léttum, liðlegum hreyfingum sem dregið var úr
með samtengdum tvíliðum (með tveim áhersluatkvæðum) í niður-
lagi hvers vísuorðs. Klopstock voru Ijósir erfiðleikarnir á að skapa
tvíliði með tveim áhersluatkvæðum í germönskum málum, svo að
hann setti tvíliði með áherslu og áherslulausu atkvæði í þeirra
stað. Úr þessu varð vísuorð með kraftmikilli hraðri hrynjandi,
einkar vel fallinn háttur fyrir skrúðmikla málsmeðferð, ákafan og
tilfinningaríkan stíl Klopstocks. Án þess að fara út í sögu þýskrar
ljóðlistar bendi ég á að það var ætlun Klopstocks að umbylta átj-
ándu aldar ljóðagerð. Hann beitti bragarháttum, líkingamáli og
setningafræðilegum nýjungum til að hirta háleitar guðlegar hugar-
sýnir. Skáldskapur Klopstocks var úthelling tilfinninga og trúar-
hita.
Enda þótt hexametrum væri ekki óþekktur háttur á íslensku, not-
aði Jón hann ekki í þýðingu sinni. Þess í stað greip hann til inn-
lendra erfða og valdi fornyrðislag. Á átjándu öld hafði fornyrðis-
lag náð nokkrum vinsældum meðal íslenskra skálda, og Benedikt