Skírnir - 01.01.1975, Side 118
116
W. M. SENNER
SKIRNIR
Gröndal notaði þennan bragarhátt í þýðingu sinni á Musteri mann-
orðsins, árið 1790. Jón hafði einnig notað fornyrðislag í þýðingu
sinni á Paradise Lost. Hversu vel tókst að færa órímuð ljóð Miltons
í húning hins foma háttar hefur án efa haft áhrif á ákvörðun hans
að hafa þennan hátt á annarri þýðingu á trúarljóði.
Það er ekki erfitt að ímynda sér þann vanda sem Jóni var á hönd-
um að laga stuttar og fáorðar braglínur hins venjulega fornyrðislags
að stríðum, tilfinningaríkum stíl Klopstocks. Við aðlögun forn-
yrðislags að þýska frumtextanum varð til bragarháttur og stíll, sem
ber svip hins forna háttar og þeirra kenninga sem tíðkuðust í rímna-
kveðskap. Fyrst jók Jón við málsgreinar og ytri byggingu hins
venjulega erindis. í stað tveggja vísuorða málsgreina, sem tíðkuð-
ust í fornyrðislagi, notaði hann málsgreinar allt upp í sex eða tíu
ljóðlínur að lengd, og í einum kafla spennir ein málsgrein yfir allt
að 26 vísuorð. En meiru varðar hvernig Jóni tekst að samræma lík-
ingar og erindi, og er það eitt mesta framlag hans til íslenskrar ljóð-
listar. Jón endurskapar fornyrðislag þannig að hann neyðir les-
andann til að líta yfir sex eða jafnvel tíu vísuorð í einu, því að
heildarhugsunin eða -hugmyndirnar ná ekki fyrr fullum skýrleika.
Meðan þessu fer fram, tapa einstök orð og einstakar líkingar miklu
af sjálfstæði sínu og þunga og verða hlekkir í langri keðju skyldra
hugmynda sem smátt og smátt verða að einni flókinni heildar-
mynd. Samanburður á kafla úr þýðingu Jóns við samsvarandi kafla
úr Der Messias sýnir meðferð hans á líkingamáli Klopstocks undir
fornyrðislagi. í þessum kafla eru tvær langar samlíkingar, báðar
koma á undan ljóðsögulegri frásögn (breytingin úr samlíkingu í
ljóðsögulega frásögn verður með orðunum „ging - jetzt“ og „nun
wandelt“):
Wie zu der Zeit des belebenden Winters ein heiliger Festtag
Uber beschneyten Gebirgen nacli triiben Tagen hervorgeht;
Wolken und Nacht entfliehen vor ihm, die beeisten Gefilde,
Hohe durchsichtige Walder entnebeln ihr Antlitz, und gliinzen:
So ging Gabriel jetzt auf den mitternachtlichen Bergen,
Und schon stand des Unsterblichen Fuss an der heiligen Pforte,
Die vor ihm, wie rauschender Cherubim Fliigel, sich aufthat,
Hinter ihm wieder mit Eile sich schloss. Nun wandelt der Seraph.5