Skírnir - 01.01.1975, Page 123
ARNHEIÐUR SIGURÐARDÓTTIR
Seyðisfjarðarár
Þáttur úr sögu Jóns Trausta
Snemma vors 1891 kvaddi Guðmundur Magnússon æskustöðvarnar
og átti þangað ei afturkvæmt síðan. Förinni var heitið til Austur-
lands, er þá var framtíðarlandið í vitund fjölmargra.
Þá voru uppgangstímar þar eystra, sem alkunnugt er. Einkum
var Seyðisfjarðarkaupstaður í miklum uppgangi og átti það fyrst
og fremst rætur að rekja til síldveiða Norðmanna og útgerðar á
síðustu tugum aldarinnar. En víðar þar á fjörðunum höfðu fiskveið-
ar eflzt, ekki hvað sízt í Mjóafirði. Þar fór Konráð Hjálmarsson frá
Brekku myndarlega af stað með bátaútgerð þegar um 1880. Undir
lok aldarinnar var orðið margt útvegshænda þar í firðinum og áttu
sumir tvo til þrjá báta. Fiskgengd var að jafnaði mikil einkum að
vorinu. Komu þá oft svonefnd vorhlaup, og spurðust víða. Svo sem
eðlilegt var streymdi fólk að hvaðanæva bæði af Norðausturlandi,
og af Suðurlandsundirlendi allt vestur til Reykjavíkur. -
Nýjar framtíðarleiðir höfðu opnazt, nýir möguleikar til fjáröfl-
unar. Á síðustu tugum 19. aldar voru þess dæmi, að bændasynir
austfirzkir gerðu út báta og öfluðu sér þannig fjár til skólagöngu
og verknáms, og mun slíkt vart hafa tíðkazt annars staðar á land-
inu.
Það mun hafa verið í von um skjótfenginn gróða, að Guðmund-
ur hvarf hurt úr vinnumennskunni í Axarfirði með léttan sjóð að
eigin sögn og réðst austur í Mjóafjörð í vorbyrjun 1891, þó að
frændaráði. Var það að hvatningu frænda hans Páls Illugasonar
frá Kötlu er var starfandi hjá Konráði Hjálmarssyni. (Telur Krist-
inn í Nýhöfn Guðmund hafa farið austur í fylgd með Árna, syni
Páls.)
Löngu seinna komst Guðmundur svo að orði í dönsku tímariti,
Bogvennen 1912, 11, um þessa torsóttu þrjúhundruð kílómetra leið
austur til Mjóafjarðar: