Skírnir - 01.01.1975, Side 125
SKÍRNIJÍ
SEYÐISFJARÐARÁR
123
á fregátunni og Sýður á keipum, samdar löngu seinna, sýna glöggt,
hversu vel hann hefur fest í minni allt það, er heyrði til fiskibáti
þeirra tíma og áhöfn hans. Skáldaugað er þá þegar vakandi glöggt
og minnugt.
í ágústmánuði 1892 hóf Austri göngu sína á ný eftir fimm ára
hlé undir ritstjórn Skafta Jósefssonar. Gekk Guðmundur í þjón-
ustu hans þegar eftir hurtför frá Hesteyri, en ekki er fullkunnugt
um, hver atvik lágu til þeirrar ráðningar. Að sögn kunnugs manns
hafði Guðmundur áður í sendiferð komið á heimili Skafta. Bent
hefur og verið á frændsemi milli þeirra. Eins og hinn sænski þýð-
andi Borga, Rolf Nordenstreng, bendir réttilega á í formála fyrir
sænskri útgáfu sögunnar var prentarastarf einmitt prýðilega til þess
fallið að hljóta góða sj álfsmenntun af. Þjóðkunnur maður, er ung-
ur hóf prentstörf á Seyðisfirði, líkir „prentsmiðjuheimilunum“ svo-
nefndu við klaustrin á miðöldum, sbr. prentsmiðjur þeirra Skafta
Jósefssonar og Björns Jónssonar í Reykjavík og Björns Jónssonar
á Akureyri, er allar voru staðsettar í þeirra eigin híbýlum. Þangað
hárust handrit og bréf hvaðanæva, en líka erlend blöð. Og þarna
hlutu ungir menn margoft uppfræðslu og aðhlynningu og hvatn-
ingu til nýrrar viðleitni. Þetta átti hvað frekast við um hús og prent-
verk Skafta Jósefssonar, en Seyðisfjörður var fyrsti viðkomustað-
ur skipa frá útlöndum. Segir sagan, að Skafti væri handfljótur að
fanga hlöð um borð í erlendum skipum, jafnvel hlöð í eigu skip-
stjóranna. Erlendir fréttaþættir Austra urðu vinsælt og eftirsótt
lestrarefni.
í prentsmiðju Austra hafði Guðmundur orðið fyrir sér dag hvern,
kynntist ólíkum rithætti manna og varð að læra stafsetningu. I
fyrstu hafði honum verið ætlað að annast afgreiðslu og aðra snún-
inga í prentsmiðjunni, en brátt kom þar að hann hóf prentnám.
Tímabilið frá 1880 og fram til 1910 hefur stundum verið kall-
að hlómaskeið Seyðisfjarðar og ber margt til. Höfn var þar ein hin
bezta á landinu, en auðug fiskimið skammt undan. Norðmenn höfðu
hafið síldveiðar fyrir Austurlandi í stórum stíl, og á árabilinu 1870-
1890, meðan innfjarðarsíldveiðin stóð í hlóma,voru hafskipabryggj-
ur á Seyðisfirði ekki undir tíu. Áður en fiskveiðilöggjöf var sett, er
bannaði erlendum skipum að landa og selja fisk, selja kol ofl. voru
skipakomur til hæjarins mjög tíðar. Til Seyðisfjarðar sótti fólk