Skírnir - 01.01.1975, Blaðsíða 126
124
ARNHEIÐUR SIGURÐARDOTTIR
SKÍRNIR
hvaðanæva af Austfjörðum og Norðausturlandi í atvinnu- og
þroskaleit, ungar stúlkur til aS læra húshald í fínum húsum, fata-
saum hjá fremstu skröddurum landsins, en til SeySisfjarSar harst
erlend tízka þá jafnvel fyrr en til höfuðstaðarins, og loks var þar
að finna hina ágætustu Ijósmyndara.
í bænum var margt atkvæða- og athafnamanna innlendra og er-
lendra. HöfuS og herðar yfir þá alla har norskur skipstjóri, Otto
Wathne. Fjölhæfur framkvæmda- og hugsjónamaður, sem féll í val-
inn fyrir aldur fram. Fyrir daga hans mun Austurland hafa verið
minnst þekkti fjórðungur landsins, en hann fékk komið á beinum
gufuskipaferðum milli AustfjarSa og útlanda og föstum skipagöng-
um milli SeyðisfjarSar og Reykjavíkur og milli hafna fyrir Aust-
fjörðum. Bærinn var fullur af konsúlum, norskum, dönskum, sænsk-
um og þýzkum og margt af erlendu fólki meðal bæjarbúa, ekki sízt
kaupmanna og annarra framámanna. í raun réttri var þar að finna
eins konar „Aristokratie“, - stór hús, fjörugt samkvæmislíf hjá fyr-
irfólkinu, þess háttar samkvæmislíf, sem nú er horfið úr sögunni.
Vinnukonur og annað lægra sett fólk átti engan aðgang að slíku
gleðskaparlífi jafnvel þótt vel ættað væri. Erlend áhrif voru áber-
andi í öllu bæjarlífi í klæðaburði og málfari fólks og hugsunarhætti.
Almælt var, að SeySisfjörSur hæri þá sterkan blæ af norskum
strandbæjum. Síldveiðar og skipasiglingar settu svip á allt mannlíf.
Þegar skip SameinaSa gufuskipafélagsins lögðust að bryggju var
mikið um að vera og vel veitt af forráðamönnum félagsins á staðn-
um. Og lítt stoðaði þjóðkunnum fyrirlesurum að boða þar til mann-
fundar á skipskomudegi.
GóSæri og vehnegun átti einnig eftir að birtast í félags- og menn-
ingarlífi SeySfirSinga einkum er kom fram á síðasta tug aldarinnar.
BlaSiS Austri hóf þá göngu sína á ný eftir nokkurra ára hlé fyrir
atbeina Otto Wathnes og varð síðan einn helzti fréttamiðill, þar til
sæsímasamband viS útlönd komst á. Á SeySisfirSi hóf blaðið Fram-
sókn göngu sína árið 1895 - fyrsta íslenzkt kvennablað - ritstýrt af
konu Skafta Jósefssonar og dóttur.
Bókasafn Austuramtsins var stofnað á SeySisfirSi árið 1892 að
forgöngu Skafta ritstjóra. Hann tók að sér aS afla safninu bóka og
urðu þær um 600 á fyrsta ári. GerSi hann sér för til Hafnar og leit-
aði fyrir sér hjá bókaútgefendum svo sem Gad, Hegel, Reitzel,