Skírnir - 01.01.1975, Síða 127
SKÍRNIR
SEYÐISFJARÐARÁR
125
hjá Árna Magnússonar nefndinni, Bókmenntafélaginu ofl. og varð
vel til enda kunnugur í Höfn frá fyrri tíð. Þá tókst honum aS fá
í þrjú ár 300 kr. styrk frá Det Classenske Fidékommis. Munu þessi
bókaföng Skafta eiga sér fáar hliSstæSur. SafniS hóf föst útlán ár-
iS eftir og gaf út prentaSar bókaskrár árlega hin næstu ár á eftir.
Sýna þær, aS safniS á þá þegar góSan stofn innlendra bóka, en einn-
ig verk eftir ýmsa af öndvegishöfundum NorSurálfunnar yngri og
eldri, ekki aSeins skáldrit, heldur og rit um heimspeki, trúmál og siS-
fræSi.
Á síSasta áratug 19. aldarinnar voru miklar deilur og viSsjár meS
ráSamönnum á SeySisfirSi. Sló oft í harSar brýnur milli kaup-
manna og Skafta ritstjóra. Einna mestur styr stóS þó um sóknar-
prestinn, séra Björn Þorláksson á Dvergasteini. Og aS sjálfsögSu
var prentsmiSja Skafta eins konar miSstöS og skoSanavettvangur,
þar sem ungur áhugamaSur hlaut aS verSa margs vísari.
MeSal fjölmargra starfandi félaga í bænum um þetta leyti var
blómlegust félagsstarfsemi meS GóStemplurum, eins og víSa ann-
ars staSar. BindindishúsiS, en svo nefndist félagsheimili þeirra, var
aSalsamkomuhús bæjarbúa og einnig leikhús.
Tæpum tveimur árum eftir aS GuSmundur réSst í þjónustu
Skafta var Leikfélag SeySisfjarSar stofnaS af ungu áhugafólki í
bænum. Þetta var stórhuga félag, er setti sér þaS markmiS aS koma
upp leikhúsi, var djarft í vali verka til flutnings, eftir því sem þá
gerSist, og mun hafa getaS státaS af meiri fjölda leiksýninga en þá
gerSist annars staSar. Bærinn eignaSist brátt sína stjörnu, korn-
unga snotra gullsmiSsdóttur, sem gat látiS höfund Þyrna gleyma
því, aS hann væri staddur í smábæ, en ekki í erlendri stórborg. Hér
urSu fyrstu kynni GuSmundar Magnússonar af leiklist - kynni,
sem mörkuSu spor, urSu í vissum skilningi örlagarík.
Allan þann tíma, er GuSmundur var í þjónustu Skafta Jósefsson-
ar, var hann til heimilis hjá þeim hjónum. Kona Skafta, SigríSur
Þorsteinsdóttir frá Hálsi, þótti kona vitur og allvel mennt aS þeirr-
ar tíSar hætti, en jafnframt var hún áhrifaríkur persónuleiki eins og
systir hennar ValgerSur á Laugalandi. Svo er taliS af kunnugum,
aS hún hafi frá upphafi látiS sér annt um norSanpiltinn, hvatt hann
til mennta og leiSbeint honum um bókaval. Ingibj örg, dóttir Skafta,
mun einnig hafa veitt GuSmundi tilsögn í íslenzku og dönsku. Á