Skírnir - 01.01.1975, Qupperneq 128
126
ARNHEIÐUR SIGURÐARDÓTTIR
SKÍRNIR
heimili SigríSar mun hann fyrst hafa getað svalað lestrarþörf sinni
til fulls, en þar var gnægð bóka, að ógleymdu hinu nýstofnaða
bókasafni bæjarins, sem húsbóndi hans var svo nátengdur í öllu.
Þar var girnilegt að ganga inn á laugardögum að aflokinni vinnu
og velja sér hók eftir einhvern frægan höfund, sem húsbændurnir
höfðu minnzt á eða getið um í Austra, t. d. Onnu Kareninu, eða þá
einhverja sögu eftir Alexander Kielland. - Á þessum árum las GuS-
mundur Garman og Worse eftir Kielland, bók, sem hann löngu
seinna taldi að haft hefSi djúptæk áhrif á sig, ekki sízt inngangs-
kafli sögunnar.
SigríSur Þorsteinsdóttir fylgdist vel með því, er ritað var hér á
landi á þessum tíma, en einkum lét hún sér annt um Austra, efni og
rithátt. AS sögn aldraðs prentara, er starfaði í prentsmiðju Skafta,
las SigríSur yfir allt það efni, er í blaðinu birtist. Henni mun GuS-
mundur hafa sýnt fyrstu ritsmíð sína í óbundnu máli, smásögu, sem
óvíst er, hver var. SigríSur á að hafa gagnrýnt þessa frumsmíð
stranglega, en jafnframt hvatt GuSmund til að halda áfram og
leggja sig betur fram.
Á fyrstu SeySisfjarSarárunum var Guðmundur þegar farinn að
fást við ljóðagerð. Hinn 21. nóvember 1893 birtist í Austra fyrsta
verk eftir hann á prenti Kvœði flutt á útbreiðslufundi Fjarðaröldu
12. nóv. 1893, en þannig er titill kvæðisins í blaðinu. Þetta tækifær-
isljóð, sem hefst svo: Sem sigurkufl á skildi skín, ort undir alkunnu
lagi dönsku, er lipurt ort, en efnislítið líkt og mörg önnur slík kvæði,
sem GuSmundur átti eftir að yrkja. - Eftir þetta birti Austri stund-
um tækifærislj óð og erfiljóð eftir GuSmund. Vegna hinna fyrr-
nefndu var hann af gárungum stundum nefndur hirðskáld Skafta. I
3. tbl. Austra 1893 birtist neyðarlegt kvæði er nefnist Asnarnir og
var skop um togstreituna milli fyrirmanna og ráðamanna á SeySis-
firði. Kunnugur maður hefur það eftir Ingibjörgu Skaftadóttur, að
kvæðið væri eftir GuSmund Magnússon. ÞaS er fjörlega ort, en
líkist ekki kvæðum GuSmundar frá þessum tíma.
Engin þessara tækifærisljóða frá SeySisfjarSarárunum virðast
bera nein sérstök höfundareinkenni. KvæSið Þorrablót, samkvæm-
isljóð frá vetrinum 1896, ber þó ósvikinn vott um æskufjör og létt-
leika. En tækifærisljóð gátu greitt mönnum inngöngu í félagslíf og
samkvæmislíf bæj arins, sem var síður en svo öllum opið. Enda mun