Skírnir - 01.01.1975, Side 132
130
ARNHEIÐUR SIGURÐARDOTTIR
SKIRNIR
sjónleiki erlendis. Eítir samtíðarheimildum að dæma hefur leik-
sviðs- og ljósaútbúnaður verið fullkomnari þar en víðast tíSkaðist,
ef ekki alls staðar hérlendis.
Ahuga GuSmundar á leiklist og leiksviðsbúnaði er án efa að
rekja til áranna á SeySisfirSi, ekki sízt til þessa vetrar. Af blaða-
dómum kemur fram, að þá eru þegar orðnar miklar framfarir ekki
hvað sízt í meðferð hlutverka hjá einstökum leikendum. Átti þetta
ekki hvað sízt við um unga stúlku, GuSrúnu Gísladóttur gullsmiðs,
er lengi fékkst við leiklist eftir þetta.
Sjálfur var Guðmundur farinn að hyggja á frekara nám. Fjöl-
skylda Skafta hafði verið húsett í Kaupmannahöfn um skeið, þar var
Ingibjörg Skaftadóttir fædd og hafði dvalizt þar síðar við nám, en
hún mun bæði hafa frætt GuSmund og örvað hann til mennta ekki
síður en móðir hennar.
I endurminningum GuSmundar um jól í Kaupmannahöfn kemur
fram, að hann hefur haft samband og skipzt á gjöfum við fjölskyldu
sína á jólum. Aðrar heimildir um það virðast nú glataðar með öllu,
og hvergi verður séð, að hann hafi vitjað heimahaganna á SeySis-
fjarðarárunum. En til er mynd frá árinu 1896 tekin á SeySisfirSi
er sýnir þá bræðurna Jón og hann. Hefur Jón Magnússon að lík-
indum gert sér ferð austur til að kveðja bróður sinn, sem var albú-
inn til utanfarar.
Hinn 30. júní 1896 birtist svohljóðandi fréttaklausa í Austra:
Með Botnia var og fornleifafræSingurinn Lieutenant Bruun og ætlaði hann
til Norðurlandsins að rannsaka fomleifar, sögustaði o. fl. ... Hann réð hér til
sín sem fylgdarmann í sumar prentara Guðmund Magnússon, er fór með hon-
um með Botnia til Húsavíkur.
GuSmundur var er hér var komið albúinn til utanfarar, og nú féll
honum það happ í hlut að eiga ferð fyrir höndum, um ókunn héruS
með frægum ferðalang og menntamanni, jafnframt því sem honum
gafst kostur á aS æfa sig í dönsku. Og Daniel Bruun leit land og
þjóð glöggu gests auga, veitti athygli smáu sem stóru og var óþreyt-
andi við aS teikna myndir af húsum, fornmenjum og landslagi.
Þeir ferðafélagar komu til Húsavíkur í lok júnímánaðar og héldu
fyrst til Mývatnssveitar.
Hinn 30. júlí getur Austri um komu Vestu til SeySisfjarSar á leiS
til útlanda. MeSal farþega getur um Boga Th. Melsted og GuSmund