Skírnir - 01.01.1975, Síða 136
134 BETH JUNCKER OG BENT S0NDERGARD SKÍRNIR
leikann tala í hraðrituðum minnisgreinum og segulböndum sínum.
Til þessara sögubragða svarar hin leikræna frásagnartækni, texti
sem í meginatriSum er samsettur af persónu- og sviSslýsingum,
samtali, leiklýsingu — eins og viS blasir víSast hvar í bókinni.
Kristnihald undir Jökli er sviSræn og dramatísk skáldsaga þar sem
leikrit er fellt inn í skáldsöguformiS. SögumaSur fjarlægist, en at-
burSarásin birtist lesanda sem lífræn framvinda, leidd fyrir sjónir
hans eins og leikur á sviSi, sprottin af orSum og gerSum fólksins í
sögunni. Umbi horfir á leikinn og nauSugur viljugur hrífst hann
meS af honum - eins og skáldiS sem söguna segir og lesandinn sem
les hana. Umbi er lesandinn. Skýrsla hans um kristnihaldiS sá veru-
leiki þar sem viS erum öll niSur komin.
í samspili skýrslu og skáldsögu koma fram þær kringumstæSur
þar sem skáldsögur verSa til. Listin er aSferS til aS lýsa veruleikan-
um, vísvituS aSferS.
Hin dramatíska frásögutækni mótar alla gerS sögunnar. Þar er
teflt saman fulltrúum skoSana og skoSunum þeirra hvers á öSrum.
ASur en aSalpersónur koma sjálfar fram á sviSiS heyrum viS ann-
arra sögn af þeim, sbr.:
1) Tumi segir frá séra Jóni, Úu, Sýngmanni (8, 9, 10, llti kafli).
2) Séra Jón segir frá sjálfum sér, Uu og Sýngmanni (12, 13, 14, 15,
16, 17, 18di kafli).
3) Helgi á TorfhvalastöSum, Jódínus Álfberg, beitarhúsamenn
segja frá Sýngmanni (19, 23, 24Si kafli).
4) Sýngmann og séra Jón ræSa um sjálfa sig og Uu (24, 25, 26,
27di kafli).
5) Úa segir af sjálfri sér, séra Jóni og Sýngmanni (37, 38, 39, 42ar
kafli).
Þetta má kalla afturhverfa aSferS og líkja viS leikrit Ibsens. Hulu
er lyft af umliSnum atburSum — og sýnt hvernig þeir valda og
varpa ljósi á þaS sem nú er aS gerast á sviSi sögunnar. Ofl fortíSar
eru virk í nútíS sögunnar og færa tímasviS hennar langt út fyrir
sögutímann sjálfan.
Sagan, sá tími sem skýrslan tekur til, gerist á fáum dögum, byrj-
ar llta en lýkur 21sta maí. Frá fyrstu fjórum og síSustu þremur dög-
um sögutímans segir Umbi dag frá degi, atburSum 4ra daga, 15da