Skírnir - 01.01.1975, Side 137
SKÍRNIR TILRAUN TIL DRAUMRÁÐNINGAR 135
til 18da maí er aðeins lauslega lýst í 32rum og 33ja kafla. Efni
skýrslunnar hefur á hinn hóginn gerst á löngum tíma, allt frá því
séra Jón vígðist kalli og konu, fyrir 35-40 árum, og fram á líðandi
stund í sögunni.
í skýrslunni kemur fram greinargerð sögunnar um mótsagnir í
samfélaginu. Verkefni þessarar greinar er að skilgreina mótsagnir
þessar, sem fá hold og blóð í lýsingu þeirra séra Jóns og Sýngmanns.
Af þessum mótsögnum leiðir lífskoðun sögunnar og afstöðu sem þar
er tekin til veruleika og samtíðar.
Skýrslugerðin er annar þáttur sögunnar.
Á hinn bóginn lýsir sagan viðbrögðum manns við þeim andstæðu
hneigðum sem skýrslan sýnir fram á. Þessi maður er Umbi: sögu-
hetja í skáldsögunni um kristnihald undir Jökli. Sú saga snýst um
þessi viðhrögð, um mót Umba og þess veruleika sem skýrslan lýsir.
I henni eiga heima hugleiðingar hans um fugla, jökulinn og lífið,
sem standa utan við leikritið í sögunni.
Vandámál veruleikans mæta Umba sem skýrslugerðarmanni, við
kynni hans af fólki, orðum þess og æði, skoðunum og breytni. Herfi-
legt ásigkomulag kirkjunnar leiðir beint af skoðunum og breytni
séra Jóns Prímusar, bungalóinn rís á breytni og skoðunum dr. Sýng-
manns. Húsin sýna þannig lífskoðanir og þeim skoðunum lýsir
skýrslugerðarmaður sem staðreyndum eins og biskup hefur boðið
honum. En sem manneskja kemst hann ekki hjá að bregðast við
þessum skoðunum og taka afstöðu til þeirra og annars sem hann sér
og reynir undir Jökli: hver er skoðun hans sjálfs á lífinu? Hvað er
lífið og veruleikinn?
Til þess að skilja söguna í heild verður því að gera sér grein fyrir
því hvernig Umhi breytist og þroskast, hver verða áhrifin af kynn-
um hans af séra Jóni og Sýngmanni, jöklinum og Úu.
Þeir tveir þættir sögunnar sem hér er haldið aðgreindum eru
raunar ein heild, skáldsaga um skýrslugerð. Söguna má greina í tvo
hluta. Fyrsti hluti er inngangur sögunnar, samtal Umba og hiskups
í tveimur fyrstu köflunum, þar sem orðaðar eru þær spurningar
sem svara skal í skýrslu. Þær orðar biskup: frá hans bæjardyrum
séð er séra Jón týndur sauður, uppreistarseggur. Kirkjuskipanin er
hin rétta skipan heimsins. Þess vegna biður biskup um staðreyndir.
Það er hans mál að leggja þær út. Annar hluti er það sem eftir