Skírnir - 01.01.1975, Page 138
136 BETH JUNCKER OG BENT S0NDERGARD SKÍRNIR
stendur af sögunni. Þar lýkur Umbi því verki sem fyrir hann var
lagt. Og þar kemur hans skilningur á mönnum og málefnum undir
Jökli móti þeim sem lýst var í fyrsta hluta. Þriðji hluti, þar sem
biskup kæmi á ný við söguna, er enginn. Því koma aldrei fram nein
svör við spurningum biskups í upphafi sögunnar. Þau eru látin les-
andanum eftir.
En kerfismönnum getur reynst varasamt að kalla eftir hlutlausri
skýrslugerð um mótsagnir veruleikans. Hver veit nema skýrslan
komi þeim sjálfum í koll?
2
Ekki er nóg með það að aðalefni og atburðarás Kristnihalds und-
ir Jökli sé tvíþætt. Sagan er tvíræð út í hörgul. Stíll hennar mótast
allur af spennu á milli skynjunar veruleikans sem safns af lýsanleg-
um staðreyndum og þeirrar merkingar sem staðreyndir þessar hljóta
í samhengi sögunnar. Úa er ofurvenjuleg kona í börberríkápu og
stígvélum. En hún er líka ímynd annars og meira í sögunni. Þetta
samspil veruleika og hugsmíðar sýnir listræna aðferð Laxness í sög-
unni, hvert atriði vísar í senn inn í heim sögunnar sjálfrar, til þess
heimskilnings og gildismats sem þar er lýst, og út til umheimsins
með þeim mótsögnum samfélagslegs veruleika sem sagan leiðir í ljós
og fjallar um.
Halldór Laxness segir þetta sjálfur með einfaldari orðum í grein
frá 1954, Vandamál skáldskapar á vorum dögum:
I skáldskap sem ber merki síns tíma, skáldskap sem runninn er af rótum
þess veruleiks sem býr í öldinni, þar eru mannlýsíngarnar ekki endilega spegl-
un þess fólks sem vér höfum fyrir augum daglega, heldur eru þær umfram alt
speglun eða réttara sagt líkamníng á hugsjónum aldarinnar. (...) Það sem
ljær þessum mannlýsíngum sannblæ, gerir þær raunverulegar, er hvorki nátt-
úrustefna, skynsemisstefna né ljósmyndatækni myndgerðarinnar, heldur sú
staðreynd að með íslendíngum hefur verið nauðsyn slíkrar persónusköpunar.
(Dagur í senn, 1954, 203-5)
Kristnihald undir Jökli auðkennist af slíkri persónusköpun sem
hér er lýst: sköpun mann-gerða, og raunar ekki þeirra einna heldur
einnig annarra dæmi-gerða í tíma og rúmi.
Sagan gerist í sókn undir Jökli eins og birtist í landslagslýsingu.
En hún segir frá heiminum. Fólkið í sögunni safnast saman úr öll-