Skírnir - 01.01.1975, Page 140
138 BETH JUNCKER OG BENT S0NDERGARD SKÍRNIR
um að loddararnir og háttalag þeirra sé grimm alvara og afleiðing-
ar þess banvænar mannkyninu.
FurSur hugarflugsins eru hér forsenda veruleikans.
3
Persónurnar í Kristnihaldi undir Jökli eru manngerSir, hver um sig
fulltrúi einhvers grundvallar-viShorfs eSa lífskoSunar. Þannig er
Godman Sýngmann fulltrúi þróunar á villigötum og vegvillts viS-
horfs. Hann er persónugerving villigötunnar.
AS sumu leyti er hann ekkert frábrugSinn öSru fólki - þá er
hann man en ekki God. Hann er orSinn 72ja ára gamall og farinn
aS gefa sig líkamlega. Hann heldur sér uppi meS lyfjum, en samt
hættir jarSneskt hylki hans aS starfa í 29da kafla sögunnar. Eins
og flestir aSrir í sögunni er Godman Sýngmann ættaSur undan
Jökli, og þó frá öndverSu bendlaSur viS kaupskap - hann er „kom-
inn af krambúSum og alskonar umboSum á Yesturkjálkanum lángt
frammí aldir“. (99) Nafn hans er aS sama skapi hversdagslegt, hann
heitir aS réttu lagi GuSmundur Sigmundsson. En hann hefur reynt
aS sigrast á takmörkunum sínum. NafniS hefur hann „göfgaS“ í
Godman Sýngmann, yfirstigiS uppruna sinn meS ferSalögum út
um víSa veröld og því valdi sem hann hefur aflaS sér. Hrörnun lík-
amans kemur meSal annars fram í því aS hann er sköllóttur. En
Sýngmann ber hárkollu sem í bili villir mönnum sýn: „Af rosknum
manni aS vera er háriS vel liSaS og bragglegt, jarpt aS lit og lifir
sínu lífi líkt og skeggiS á Olafi helga þegar hann var dauSur.“ (165)
Godman Sýngmann unir ekki þeirri sök sem hann er undir seld-
ur, takmörkunum mannlegs máttar, hann vill hefja sig yfir mannleg
kjör og vinna sér guSlegt vald. Þetta kemur þegar fram af nafninu
sem hann hefur tekiS sér. í sögunni er Sýngmann aS sumu leyti ráS-
gáta. BæSi sjálfur hann og fylgjarar hans eigna honum yfirnáttúr-
lega hæfileika. En gríman er felld af honum. Eins og hiS hragglega
hár eru lærdómstitlar hans sjálfsagt dulargervi, fengiS fyrir borgun
út í hönd. (98) Jón Prímus, sem er andstæSa hans og andmælandi,
segir hann ljúga. (168, 171) Ádeila sögunnar hittir hann meS tvennu
móti. Annars vegar gerir hann sig hlægilegan meS fáránlegum yfir-
lýsingum gefnum í fullri alvöru, hins vegar eru viSbrögS séra Jóns
viS kenningu hans. Svör hans viS fræSum Sýngmanns í hinu langa